Áminningar

Fyrir þægilegri og áreiðanlegri undirskriftaupplifun er möguleiki á áminningum inni í Dokobit portal. Jafnvel þó þú notir tímafresti munu áminningarnar aðstoða þig við að tryggja að allir undirriti skjalið á tilætluðum tíma og gefur þér möguleikann á að minna aðila handvirkt á að þeir eigi eftir að undirrita skjal. 


Að senda áminningu á undirritanda

1. Ef það er skjal sem bíður undirritunar, smelltu á "Senda áminningu" hnappinn til þess að minna aðilann á að þú sért að bíða eftir að hann undirriti skjalið. 

Þú getur einnig sent honum skilaboð ef þess er þörf. Eftir að hafa slegið inn skilaboðin smelltu á "Senda". 

Athugið: Ef þú hefur ekki valið að setja tímafrest sem ekki er hægt að undirrita eftir, getur þú sent áminningar hvenær sem er, jafnvel þó tímafresturinn sé liðinn. Þú munt ekki geta sent áminniningar ef þú hefur hakað í boxið "Ekki leyfa undirritun eftir tímafrestinn" - þá mun "Senda áminningu" hnappurinn ekki vera sýnilegur eftir að tímafresturinn er liðinn hjá. 

Þarftu frekari aðstoð? Hafðu samband Hafðu samband