Tímafrestur

Sá eiginleiki að geta sett tímafrest fyrir undirritun hjálpar þér að fá undirskriftir fyrir ákveðna tímasetningu. Þetta er gagnlegt þegar það er nauðsynlegt að samningur sé undirritaður fyrir ákveðna dagsetningu og ekki síðar. Í Dokobit portal er hægt að nota þennan eiginleika bæði sem vinsamlega áminningu um að þar bíði skjal til undirritunar eða á þann hátt að tímafresturinn renni út og þá er ekki hægt að undirrita skjalið ef tímafresturinn er liðinn. 

1. Ef þú vilt að Dokobit portal sendi út áminningu til þátttakenda, sólarhring áður en tímafresturinn rennur upp, en þú vilt samt sem áður leyfa undirritun eftir tímafrestinn; 

  • Farðu í lið nr. 4. Aðrar stillingar. 
  • Veldu dagsetningu og tímasetningu.
  • Ekki haka í boxið "Ekki leyfa undirritun eftir tímafrest". 

Með þessari leið fá þátttakendur áminningu um að undirrita skjalið sólarhringi áður en tímafrestur rennur út. 

Athugið: Þátttakendur geta undirritað skjalið eftir að tímafrestur er liðinn. 


2. Ef þú vilt ekki að það sé mögulegt að aðilar geti undirritað skjalið eftir tímafrestinn;

  • Farðu í lið nr. 4. Aðrar stillingar.
  • Veldu dagsetningu og tímasetningu.
  • Hakaðu í boxið "Ekki leyfa undirritun eftir tímafrest".

Þátttakendur munu fá áminningu um að undirrita skjalið sólarhringi áður en tímafrestur rennur út. 

Athugið: Þátttakendur munu ekki eiga möguleika á að undirrita skjalið eftir að tímafrestur er liðinn. 


3. Eigandi skjalsins getur breytt tímafrestinum jafnvel eftir að hann er liðinn. Þessi möguleiki er fyrir hendi ef viðkomandi skráir sig inn í Dokobit portal, opnar skjalið með liðnum tímafresti og velur nýjan tímafrest fyrir undirritun. Í þessu tilfelli fá allir aðilar tölvupóst með upplýsingum um að tímafresti hafi verið breytt fyrir tiltekið skjal. 

Þarftu frekari aðstoð? Hafðu samband Hafðu samband