Verkferli

Verkferli gera þér kleift að setja upp ákveðið ferli þegar kemur að því að samþykkja og undirrita skjöl. Með því að nota verkferli getur þú skilgreint hvaða aðili á að undirrita eða samþykkja skjalið fyrst og aðeins þegar sá aðili er búinn að framkvæma aðgerðina fær næsti aðili boð um að undirrita eða samþykkja, og aðeins eftir að næsti er búin að framkvæma fær sá þriðji boð o.s.frv. Einnig er hægt að raða aðilum saman í hóp í undirritunarferlinu þar sem ferlið getur átt við einstaklinga og/eða hóp af fólki.  

Þessi eiginleiki er í boði fyrir alla sem hafa fyrirtækja aðgang eða eru með sér samning um áskrift að Dokobit portal. 


Að setja inn verkferli
1. Áður en þú hleður upp skjalinu farðu í þrep 3. "Bæta við aðilum" finndu "Verkferli" og smelltu á hnappinn til þess að virkja aðgerðina. 

2. Þú getur bætt aðilum við skjalið með því að nota "Bæta við" eða flýtihnappana. Þú getur einnig notað leitarstikuna til þess að bæta við aðilum úr tengiliðaskránni þinni eða einfaldlega með því að slá inn netfang aðila. 

3. Þegar þú bætir við fleiri en einum aðila muntu sjá nöfn allra birtast í númeraðri röð.  

4. Til að breyta röð aðila í undirskriftarferlinu dregurðu nöfn aðilanna upp og niður og raðar þeim eftir þeirri röð sem þú hefur ákveðið.  

5. Þú getur einnig breytt númeri við hlið nafna, til þess að merkja í hvaða röð aðilar eiga að undirrita. 

6. Til að sameina aðila í hóp, dragðu og raðaðu þátttakandaspjöldunum þar til þú sérð athugasemdina "Sameina í hóp" eða sláðu inn sama númerið fyrir framan bæði nöfnin. 

7. Til að eyða aðila út smelltu á "x" sem birtist við hlið nafnsins.  

8. Til að breyta hlutverki aðila í undirskriftarferlinu smelltu á undirskrift og listi yfir hlutverk opnast. Veldu það hlutverk sem aðili hefur í ferlinu. 

9. Bættu við fleiri skjallastillingum ef nauðsyn krefur og haltu áfram með því að hlaða upp skjali.  


Til að breyta eða setja upp verkferli þegar nú þegar er búið að hlaða upp skjali

10. Opnaðu skjalið og smelltu á "Breyta" í þrepi 3. "Þátttakendur".  

11. Til að virkja "Verkferli", smelltu á hnappinn þar til þú sérð að hann verður grænn. 

12. Breyttu röð aðila í ferlinu með því að draga nöfnin eða breyta númerinu við hlið nafns aðila. 

13. Til þess að breyta hlutverki aðila veldu það með því að smella á "Undirskrift" og velja frá listanum. 

14. Til að eyða aðila út úr undirritunarferlinu smelltu á ruslafötumerkið við hlið nafnsins.   

15. Þú getur einnig eytt aðila með því að smella á þrípunktinn lengst til hægri og veldu  "Eyða þátttakanda" sem birtist við hlið nafnsins þeirra í þrepi 3. "Þátttakendur". 

Þarftu frekari aðstoð? Hafðu samband Hafðu samband