Greiðsluleiðir
Það eru tvær mögulegar greiðsluleiðir fyrir þjónustu Dokobit.
Að greiða með kredit eða debit korti
1. Öll kaup á þjónustu sem gerð er í gegnum Dokobit portal er hægt að greiða með því að nota kreditkort eða debitkort.
2. Ef ekki tekst að gjaldfæra kortið 4 skipti í röð (ekki næg innistæða t.d.) fyrir mánaðargjaldi, mun þjónustan falla niður og aðgangurinn færist niður í fríáskrift.
Athugið: ef þú ertu með "Fyrirtækja" aðgang og þú hefur bætt við notendum innan fyrirtækisins munu allir notendur færast niður í frínotendur og þú missir réttindi til aðgangsstýringar sem stjórnandi eða eigandi reiknings í fyrirtækjaáskrift.
Að greiða með millifærslu
3. Ef þjónusta er keypt samkvæmt árgjaldi (greitt fyrir ársáskrift í senn) er hægt að greiða með því að millifæra. Þegar þú hefur fengið reikninginn muntu hafa 30 daga til þess að inna greiðslu af hendi.
4. Ef þú hefur gert "Sér samning" við kaup á þjónustu í gegnum Dokobit portal er einnig mögulegt að greiða með millifærslu.
- Athugið: Til þess að greiða með millifærslu þá þarf að hafa samband við okkur fyrst.