Skilgreiningar: rafræn undirskrift, innsigli og tímastimpill

Rafræn undirskrift - er einfaldlega rafræna útgáfan af undirskriftinni þinni. Það þýðir að gögn í rafrænu formi sem eru á lógískan hátt tengd öðrum gögnum á rafrænu formi og eru notuð af undirritanda til þess að undirrita. Í Dokobit portal styðjum við bæði fullgildar og útfærðar rafrænar undirskriftir sem eru byggðar á fullgildum vottorðum. Fullgild rafræn undirskrift er jafngild handundirskrift og útfærð rafræn undirskrift bygg að fullgildu vottorði er hægt að nota sem sönnunargagn fyrir dómstólum. 

Rafrænt innsigli - er með öðrum orðum rafræn útgáfa af innsigli eða stimpli fyrirtækis. Rafrænt innsigli er eingöngu hægt að tengja við fyrirtæki. Rafræn innsigli eru notuð til þess að tryggja uppruna og heilleika gagna, t.d. að trygga að skjalið tilheyrir eða var útgefið af ákveðnum fyrirtæki eða stofnun. Hægt er að fá rafrænt innsigli útgefið í formi USB tóka eða sett upp og vistað í HSM formi (Hardware Security Modules). En fyrir fjöldainnsiglun (eins og fyrir reikninga, vottorð, skírteini o.fl.) ætti rafrænt innsigli að vera gefið út í HSM-i. Við erum í samstarfi við SK ID Solutions og Auðkenni og getum boðið þér fullgilt rafrænt innsigli sem við vistum í okkar eigin HSM-i. Í þessu tilfilli getum við einnig veitt þér möguleikann á því að rafrænt innsigla skjöl í Dokobit portal eða Innsiglunarþjónustunni okkar.  

Rafrænn tímastimpill - er sönnun á því að skjalið var undirritað á þeirri dagsetningu og tímasetningu sem er tilgreind í undirskriftinni. Það þýðir að gögn á rafrænu formi bindast öðrum gögnum á rafrænu formi á ákveðnum tíma. Rafrænn tímastimpill er sönnun á því að gögnin urðu til á þeim tíma. Frekari upplýsingar um tímastimpla getur þú fundið hér

Allar lagalegar kröfur um rafræna auðkenningu og traustþjónustu vegna rafrænna viðskipta á innri marköðum eru skilgreindar í rafrænu auðkenningar- og traustþjónustu Reglugerðinni (eIDAS). Frekari upplýsingar um eIDAS Reglugerðina er að finna hér. Við höfum þróað allar lausnir Dokobit frá upphafi í samræmi við og uppfyllum allar tæknilegar kröfur 

Þarftu frekari aðstoð? Hafðu samband Hafðu samband