Mismunandi skjalasnið
Það eru tvær tegundir skjalasniða sem hægt er að undirrita í Dokobit portal. Þessi hefðbundna - eins og PDF skjöl eða skjala umslög - eins og ASiCe, ADoc, BDoc or EDoc.
Skjalaumslögin eru sett upp eins og ZIP skrár þar sem þú getur bætt við mörgum skjölum og undirritað síðan skjalaumslagið sjálft og þar með öll skjölin í einu. Þetta er hentugt þegar þú ert með mismunandi tegundir skjala sem þarf að undirrita á sama tíma og aðalskjalið. Í stað þess að undirrita aðskilin skjöl getur þú bætt öllum skjölunum inn í eitt umslag og undirritað það.
Ókosturinn við skjalaumslagið er að ef þú ætlar að hlaða niður skjölunum þarftu að vera með sérstakan hugbúnað til þess að sjá allt um rafrænu undirskriftirnar. Þú getur þó alltaf opnað skjölin og lesið yfir þau inni í Dokobit portal.
PDF skjalasniðið er töluvert notendavænna og er hægt að hlaða þannig skjölum niður og lesa yfir þau með auðveldum hætti. PDF skjalasniðið er viðmiðið í nútíma viðskiptaháttum og er notað víðsvegar um heiminn.
Skjalasniðið ASiCe er hefðbundið skjalaumslag. Samkvæmt reglum eiga stofnanir innan Evrópusambandsins að taka við slíkum skjölum, þrátt fyrir það eru sum lönd með eigin útgáfu af slíku skjalasniði sem eru notuð af hinu opinbera í daglegum viðskiptum: í Litháen - ADoc; í Eistlandi - BDoc; í Lettlandi - Edoc.
Í Dokobit portal er möguleiki á að velja skjalsnið undirritaða skjalsins á sama tíma og þú hleður upp skjalinu.