Gildi undirskrifta til langs tíma

Gildi vottorða á bak við rafrænu undirskriftirnar eru oftast á milli 1-5 ár. Til að tryggja gildi rafrænu undirskriftanna til langs tíma, jafnvel eftir að vottorð rafrænu skilríkjanna hafa runnið út, eru allar rafrænu undirskriftirnar sem framkallaðar eru í Dokobit portal með fullgildan tímastimpil og gerðar fyrir langtímavarðveislu. 

Rafræn undirskrift með fullgildum tímastimpli er talin vera gild og lagalega bindandi svo lengi sem reikniritið á bakvið undirskriftina er talið vera öruggt. Þetta þýðir að þegar reikninsgetan eykst, mun reikniritið sem notað er fyrir undirskriftir veikjast með tímanum og það verður nauðsynlegt að treysta undirskriftina með fullgildum tímastimpli sem mun þá nota öruggt reiknirit. 

Ef þú vistar skjölin þín í Dokobit portal getum við tryggt langtímavarðveislu á fullgildu rafrænu undirskriftunum eða innsiglunum. Athugið: þessi þjónusta er ekki í boði í fríaðgangi í Dokobit portal. 

Frekari upplýsingar um gildi undirskrifta til langs tíma er hægt að finna hér: Lagalegt gildi rafrænt undirritaðra skjala: haldast þau gild að eilfíu? 

Þarftu frekari aðstoð? Hafðu samband Hafðu samband