Dokobit fyrir góðgerðarfélög

    Við berum mika virðingu fyrir fólki sem vill láta gott af sér leiða. Það minnsta sem við getum gert er að bjóða okkar lausnir með góðum afslætti til þess að efla starf góðgerðarsamtaka og hugsjónaaðila sem vilja hafa áhrif til umbóta í samfélaginu. Það getur hjálpað til við að flýta fyrir því að það sem skiptir máli heppnist hratt og örugglega. 

    Opinberar góðagerðarstofnanir og góðgerðarsamtök eða félög sem eru ekki tengd ríkisstarfsemi, menntastarfsemi, stjórnmálastarfsemi eða hafa tengsl við trúarbragðastarfsemi, fá sér kjör hjá Dokobit. 

    Hvers konar afsláttarkjör eru í boði?

    1. 50% afsláttur er í boði fyrir þessar þjónustuleiðir í Dokobit Portal:

    • Ársáskrift af Fagfólkaðgangi
    • Ársáskrift af Fyrirtækjaaðgangi

    Athugið: eingöngu er veittur afsláttur af áskriftinni sjálfri en greitt er fullt verð fyrir alla notkun undirskrifta. 

    2. 30% afsláttur er í boði fyrir allar API vefþjónustur.

    Athugið: afsláttur er veittur fyrir alla þjónustu mánaðarlega. 


    Hverjir koma til greina?

    Afsláttarkjör fyrir góðgerðarsamtök eru í boði í Litháen, Lettlandi, Eistlandi og á Íslandi. Skilyrði eru mismunandi eftir löndum:

    Á Íslandi fögnum við umsóknum frá Félagasamtökum sem eru ekki ríkisrekin (non-governmental organizations – NGOs) eða sjálfseignarstofnun með staðfesta skipulagsskrá (private foundations under approved charter) eru skráð í Fyrirtækjaskrá og falla undir 16. grein reglugerðar um  nr. 483/1994 varðandi frádrátt frá tekjum af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi. 


    Undantekningar

    Afsláttur á ekki við um:

    • Fjárhagsstofnanir. 
    • Kirkjur eða trúarstofnanir.
    • Garðyrkjufélög, íbúðarhúsnæði eða annars konar byggingareigendasamfélög og önnur samtök um sameiginlega fasteignaumsjón.
    • Fjölskyldur. 
    • Ríkisstofnanir. 
    • Heilbrigðisstofnanir. 
    • Stjórnmálaflokka eða hreyfingar hvers konar. 
    • Einkareknar styrkveitingar. 
    • Grunnskóla, framhaldsskóla eða háskóla eða einkareknar menntastofnanir. 
    • Verslunar- eða viðskiptasamtök.

Önnur skilyrði 

Stefna gegn mismunun: samtök sem tala fyrir, styðja eða stunda mismunun á grundvelli aldurs, kyns, kynþáttar, þjóðernis, kynhneigðar, fötlunar, trúarbragða, félagslegs eða efnahagslegs bakgrunns geta ekki tekið fengið þessi afsláttarkjör. Við áskiljum okkur rétt til að biðja um sönnun sem staðfestir að samtökin mismuna ekki út frá neinum af þessum ástæðum áður en við veitum afslátt.

  • Ef það er ekki mjög skýrt á heimasíðunni þinni að þitt félag sé góðgerðarfélag, við gætum beðið þig um að staðfesta eða sanna að starfsemin sé réttilega að vinna í slíkum tilgangi. 
  • Við áskiljum okkur þann rétt að hafna umsóknum um afsláttarkjör ef við teljum skilyrði að einhverju leyti ekki uppfyllt og að loka á þjónustu á hvaða tímapunkti sem er. 

Athugið: við bjóðum ekki endurgreiðslu fyrir gjöld sem þegar eru greidd eftir að góðgerðarfélag hefur verið samþykkt kaup á þjónustu og gjöldin þegar greidd. 


Hvernig sæki ég um?

Ef þú eða samtökin sem þú starfar fyrir eruð vissulega góðgerðarsamtök og viljið sækja um afsláttarkjör, vinsamlegast hafði samband við okkur á hjalp@dokobit.com eða support@dokobit.com. 

Vinsamlegast taktu fram þessar upplýsingar þegar þú hefur samband:

  • Nafn samtakanna eða félagsins;
  • Lausnin sem þið hafið þörf fyrir (Dokobit portal eða API Vefþjónustur);
  • Tengiliða upplýsingar (netfang, símanúmer);
  • Upplýsingar um starfsemina og væntingar um notkun þjónustunnar, svo við getum boðið þér þá lausn sem hentar þér og ykkur best. 

    Þarftu frekari aðstoð? Hafðu samband Hafðu samband