Mismunandi rafræn skilríki

Það eru til mismunandi rafræn skilríki, sem eru gefin út af mismunandi löndum og yfirvöldum. Hver notandi getur valið hentugastu aðferðina en við mælum með að aðilar hafi fleiri en eitt rafrænt skilríki. Ítarlegri upplýsingar um af hverju það er gagnlegt að hafa fleiri en eitt rafrænt skilríki getur þú fundið hér.

Mismunandi rafræn skilríki

  • Rafræn skilríki á korti - Persónuskilríki á korti sem gefin eru út af yfirvöldum. Kortin eru með örgjafa með fullgildu vottorði. Notandi þarf að hlaða niður hugbúnaði í tölvuna sína og hafa við höndina kortalesara. Kortin eru gefin út fyrir einstaklinga, einkaskilríki eða starfsskilríki þar sem þá er kennitala vinnuveitanda einnig hluti af rafræna skilríkinu. 
  • Rafræn skilríki á farsíma - Skilríkin eru gefin út af Auðkenni. Rafrænu skilríkin eru vistuð á sim-kortum sem eru afhent einstaklingum hjá fjarskiptafyrirtækjum, bönkum eða í útibúum Auðkennis.
  • Smart-ID/Auðkennisappið -  App fyrir auðkenningu og undirritun skjala er notað víða í Eystrasaltslöndunum. Það er hægt að nota það fyrir undirritun skjala í Dokobit portal. Nauðsynlegt er að vera með Smart-ID aðgang (auðkenning þarf að eiga sér stað með því að nota rafræn skilríki á farsíma eða önnur rafræn skilríki eða fá skilríkin afhent frá Auðkenni). Hægt er að lesa meira um Auðkennisappið hér. 
  • USB tókar - rafræn skilríki á USB tókum. Tókar líta út eins og USB minnislyklar og eru í raun kortalesarar með innbyggðu snjallkorti sem geymir rafrænu skilríkin. 
  • e-Residency kort - alþjóðleg rafræn skilríki sem eru gefin út af Eistneska ríkinu og standa til boða fyrir ríkisborgara í öðrum löndum sem vilja fá rafræna búsetu frá Eistlandi. Nánari upplýsingar um rafræna búsetu má finna hér

Þarftu frekari aðstoð? Hafðu samband Hafðu samband