Hvernig fæ ég og byrja að nota rafræn skilríki á farsíma?

Rafræn skilríki á farsímum eru útgefin af Auðkenni og vistuð á SIM kortum. Í dag styður Dokobit rafrænar undirskriftir skjala og auðkenningar með skilríkjum á SIM kortum frá: Símanum, Nova, Vodafone, Bite, Tele2, Telia og Elisa. 

Til þess að geta sett upp rafræn skilríki á farsíma þarf sérstök SIM kort sem styðja þessa notkun. Skráningarfulltrúar frá Auðkenni sjá um að virkja skilríkin á skráningarstöðvum sínum. Mikilvægt er að hafa einhver önnur persónuskilríki meðferðis þegar mætt er á skráningarstöð til að sækja rafrænu skilríkin.

Um leið og rafrænu skilríkin eru virk er hægt að nota þau í ýmsum stafrænum lausnum fyrir auðkenningar (til dæmis fyrir netbanka, RSK eða island.is) eða til þess að rafrænt undirrita skjöl. Til þess að beita rafræna skilríkinu þarf að slá inn símanúmerið þitt á viðkomandi vef. Þegar búið er að slá inn upplýsingarnar og halda áfram, birtist öryggistala á skjánum. Þessi sama tala mun einnig birtast á símtækinu þínu og þú ert beðin/n um að slá inn Pin númerið þitt. 

Rafræn skilríki á farsíma reiða sig á farsímakerfi og geta þar af leiðandi orðið fyrir truflunum ef farsímakerfin liggja niðri. Ef þú ert að ferðast og þú ert ekki viss um að þú hafir aðgang að farsímakerfi ættir þú að hugleiða að hafa aðgang að annars konar rafrænum skilríkjum einnig, t.d. Smart-ID sem reiðir sig á internetið. 

Þarftu frekari aðstoð? Hafðu samband Hafðu samband