Sjálfvaldar stillingar fyrirtækis

Í Dokobit Portal geta aðilar í áskriftarleiðum  "Fyrirtæki" og "Stærri fyrirtæki" sem hafa stjórnendaréttindi sett sjálfvaldar stillingar sem eiga þá við alla notendur fyrirtækisins og geta valið hvort notendur hafi möguleika á að breyta stillingunni eða ekki. Þessar sjálfvöldu stillingar munu eiga við um alla notendur innan fyrirtækisins. 

Til að stilla hvort kennitala eigi að vera sýnileg í undirskriftarmerkinu

1. Skráðu þig inn í Dokobit Portal og smelltu á "Gögn fyrirtækisins" sem er staðsett efst á síðunni, fyrir miðju. 

2. Smelltu á flipann "Sjálfvaldar stillingar fyrirtækis". 

3. Til að breyta stillingunni, veldu "Breyta". 

4. Þar sem stendur "Sjálfvalin stilling" getur þú valið hvort kennitölur notenda verði sýnilegar í undirskriftarmerkinu sem birtist á skjalinu sjálfu eða ekki. Smelltu á gluggann og veldu það sem þú kýst.  

5. Því næst getur þú valið hvort þú viljir hafa þann möguleika opinn fyrir þína notendur að þeir breyti þessum eiginleika eða ekki. Til að staðfesta valið þitt, smelltu á "Vista". 

6. Ef þú velur "Ekki leyfa að breyta" geta notendur í þínu fyrirtæki ekki breytt þessari stillingu eftir þörfum. Þegar þeir hlaða upp skjali mun boxið "Birta kennitölur á rafrænum undirskriftum" vera óvirkt, og eini möguleikinn til þess að breyta þessu er að stjórnandi breyti þessari stillingu í sínum aðgangi. 

7. Ef þú velur "Leyfa að breyta" geta notendur þýnir valið um hvort þeir vilja að kennitölur birtist eða ekki með því að haka við boxið hverju sinni sem þeir hlaða upp skjali. Sú stilling sem þú hefur valið mun samt vera sjálfvalin í upphafi en notendur geta breytt henni ef þeir þurfa. 

8. Stjórnandi fyrirtækjaaðgangs getur breytt sjálfvöldum stillingum fyrirtækis hvenær sem er. 

Þarftu frekari aðstoð? Hafðu samband Hafðu samband