Endurnýja rafræn skilríki
Það geta verið nokkrar ástæður fyrir því að notendur þurfi að endurnýja rafrænu skilríkin sín á sim korti, t.d. ef minna en 90 dagar eru eftir af gildistíma skilríkjanna eða ef rafrænu skilríkin voru útbúin með gömlu algrími SHA1 sem ekki er talið traust lengur. Ef gömlu skilríkin eru enn gild geta notendur sjálfir endurnýjað skilríkin sín yfir netið án þess að þurfa að mæta á skráningarstöð hjá útgáfuaðila skilríkjanna, Auðkenni. Með eftirfarandi leiðbeiningum getur þú endurnýjað skilríkin þín sjálfur yfir netið.
1. Farðu á sjálfsafgreiðsluvef Auðkennis mitt.audkenni.is
2. Smelltu á Innskrá hnappinn og auðkenndu þig með rafrænu skilríkjunum þínum.
Ef skilríkin þín eru ekki lengur talin örugg sökum þess að þau voru framleidd með gömlu algrími, þá birtast eftirfarandi skilaboð um leið og þú er skráður inn .
3. Þegar þú ert búinn að skrá þig inn smellir þú á hnappinn Endurnýja skilríki
Athugið: Hnappurinn er aðeins sýnilegur þeim aðilum sem eru með gömul skilríki sem eru minna en 90 dögum frá gildistíma skilríkjanna eða með skilríki sem eru í dag ekki lengur talin örugg sökum þess að þau voru framleidd með gömlu algrími.
4. Í ferlinu getur þú undirritað nýjan áskriftarsamning rafrænt með gömlu skilríkjunum í síðasta skipti áður en framleiðsla á endurnýjuðum skilríkjum fer í gang
5. Um leið og framleiðsla á nýjum rafrænum skilríkjum fer fram sérð þú skilaboð á handtækinu og þú þarft að nota PIN númerið þitt fyrir rafrænu skilríkin í ferlinu.
6. Þegar endurnýjunarferlinu er lokið færðu staðfestingu á vef Auðkennis um að endurnýjun hafi tekist.
Skilaboð frá Auðkenni
Endurnýja þarf skilríki sem gefin voru út fyrir 17. ágúst 2018
Endurnýja þarf skilríki sem gefin voru út fyrir 17. ágúst 2018 vegna breytinga í dulritunartækni. Dulritunartækni sem nýtt er í rafrænum skilríkjum þróast reglulega og með þróun úreldast fyrri aðferðir. Í ágúst 2018 var tekin í notkun nýtt algrími í skilríkjum Auðkennis, SHA256, en skilríki gefin út fyrir þann tíma innihalda SHA1 algrími. Stærsti hluti skilríkja með SHA1 hafa verið endurnýjuð en einhver skilríki eru enn í gildi.
Mikilvægt er að endurnýja þessi skilríki eða fá ný fyrir 12. maí 2021. Eftir 5.maí verða öll SHA1 skilríki afturkölluð og geta handhafar þeirra þá ekki lengur notað skilríkin og þurfa að mæta á skráningarstöð í eigin persónu til þess að fá ný.
Skráðu þig inn á mitt.audkenni.is til að kanna hvort þú þurfir að endurnýja þín skilríki. Ef þú þarft að endurnýja getur þú gert það í sjálfsafgreiðslu á mitt.audkenni.is fyrir 12. maí 2021.
Skilríki gefin út eftir 17. ágúst nýta SHA256 algrími og þurfa handhafar þeirra skilríkja ekki að endurnýja vegna þessa.