Hvernig á að nota Dokobit appið til að undirrita rafrænt?

Dokobit appið er einfalt app sem getur hjálpað þér að halda utan um rafrænt undirrituðu skjölin þín beint úr símanum og gerir rafræna undirskriftarferlið enn þægilegra. Með Dokobit appinu er mögulegt að undirrita lagalega bindandi skjöl með rafrænum skilríkjum, fá undirskriftir frá öðrum og halda utan um undirskriftarferlið frá upphafi til enda. Appið er aðgengilegt bæði fyrir iOS og Android síma. 

Að hlaða niður appinu

1. Ef þú ert með iOS stýrikerfi, sæktu Dokobit mobile app frá App Store. 

2. Ef þú ert með Android stýrikerfi, sæktu Dokobit mobile app frá Google Play. 

Til þess að skrá þig inn á Dokobit aðganginn þinn

3. Opnaðu Dokobit appið í símanum þínum. 

4. Ef þú ert ekki nú þegar með Dokobit aðgang, smelltu á "Sign up" og veldu innskráningarleið með rafrænum skilríkjum til þess að auðkenna þig. 

Rafræn skilríki á farsíma

      4. 1. Smelltu á "Mobile ID" IS, sláðu inn farsímanúmerið þitt og ýttu á "Log in". 

      4. 2. Öryggistala birtist á skjánum í appinu og sama talan ætti að birtast í auðkenningarglugganum sem birtist á símanum þínum. Vertu viss um að það sé sama talan sem birtist á báðum stöðum. Sláðu inn PIN númerið þitt. 

      4. 3. Þegar þú ert búin að slá inn PIN númerið færist þú yfir á innskráningarsíðu þar sem þú getur nýskráð þig. 

5. Ef þú hefur nú þegar aðgang í Dokobit portal, skráðu þig inn í appið með því að nota rafræn skilríki. Að auðkenningu lokinni ertu skráð/ur inn á aðganginn þinn. 

  

Þarftu frekari aðstoð? Hafðu samband Hafðu samband