Hvernig nálgast ég rafræn skilríki í farsíma fyrir auðkenningu og rafræna undirritun?
Hægt er að nálgast rafræn skilríki í farsíma hjá flestum símafyrirtækjum. Eins og staðan er í dag er hægt að auðkenna sig og undirrita í Dokobit þjónustum með rafrænum skilríkjum útgefnum af þessum þjónustuveitendum: Nova, Síminn og Vodafone á Íslandi, Bite, Tele2 og Telia í Litháen og Elisa, Tele2 og Telia í Eistlandi.
Til þess að nota rafræn skilríki á farsíma þarftu að vera með sérstakt SIM kort sem er gefið út af farsímaþjónustunni þinni og snjallsíma. Rafrænu skilríkin eru sett upp í einu af útibúum farsímaþjónustunnar eða í bankaútibúinu þínu. Einnig er mögulegt að nálgast rafræn skilríki í útibúum Auðkennis.
Þegar rafrænu skilríkin eru virk getur þú notað þau fyrir fjölmargar rafrænar þjónustur, eins og auðkenningu (að komast inn í heimabankann þinn eða á Heilsuveru) eða undirritun skjala. Til þess að nota rafrænu skilríkin ertu beðin um að slá inn farsímanúmerið þitt og kennitölu. Þegar þú hefur slegið inn þessar upplýsingar og staðfest aðgerðina muntu sjá öryggistölu birtast á skjánum og eftir skamma stund mun sama öryggistalan birtast á farsímanum þínum. Þú verður að vera viss um að tölurnar séu þær sömu á báðum skjáum áður en þú smellir á "OK". Því næst slærðu inn Pin númerið sem þú hefur valið fyrir rafrænu skilríkin þín.
Rafræn skilríki á farsíma reiða sig á farsímanet eins og 3G eða 4G svo ef það verður truflun á því getur verið að rafrænu skilríkin þín virki ekki jafn vel. Ef þú ert að ferðast erlendis og veist ekki hvort þú hafir aðgang að farsímaneti ættir þú að íhuga að hafa önnur rafræn skilríki eins og t.d. Auðkennisappið sem reiðir sig á Internetið.