Hvernig sæki ég og byrja að nota Auðkennisappið

Auðkennisappið eru rafræn skilríki í App formi sem hægt er að nota til innskráningar á algengum síðum og til undirritunar rafrænt. Til þess að geta notað Auðkennisappið þarft þú að hafa snjalltæki og internet tengingu. Þú getur fundið leiðbeiningar um hvernig hægt er að sækja Auðkennisappið hér

Hægt er að virkja appið í sjálfsafgreiðslu ef viðkomandi er þegar með rafræn skilríki á SIM korti farsímans. Byrjað er á því að sækja Auðkennisappið í App Store eða Google Play og við tekur ferli sem leiðbeinir þér með hvernig á að virkja appið með því að nota rafrænu skilríkin sem eru til staðar á SIM kortinu. 

Athugið: fyrir aðila sem staddir eru erlendis og hafa engin rafræn skilríki á SIM korti, er ekki mögulegt að virkja appið fyrr en þeir koma til Íslands. Þá þurfa þeir að mæta í eigin persónu á skráningastöð og framvísa ökuskírteini, vegbréfi eða íslensku nafnskírteini.

Dokobit styður Auðkennisappið og er hægt að nota það bæði til auðkenningar og rafrænnar undirritunar í okkar lausnum. 


Að nota Auðkennisappið til auðkenningar og rafrænnar undirritunar

Þegar þú hefur valið að nota Auðkennisappið sem innskráningarleið eða fyrir rafræna undirritun, ertu fyrst beðin/n um að slá inn kennitöluna þína. Þegar þú hefur gert það og staðfest aðgerðina mun öryggistala birtast á tölvuskjánum. Eftir augnablik muntu sjá sömu öryggistöluna birtast á snjalltækinu þínu í Auðkennisappinu (ef appið opnast ekki sjálfkrafa, opnaðu það handvirkt), vertu viss um að öryggistölurnar séu þær sömu á báðum skjáum og smelltu á "Staðfesta".

Þegar þú notar Auðkennisappið fyrir auðkenningu ertu beðin/n um að slá inn PIN1 og þegar þú notar appið fyrir rafræna undirritun ertu beðin/n um að slá inn PIN2. Aðgerðin er staðfest eftir að þú slærð inn pinnúmerið þitt. 

Nánari upplýsingar um Auðkennisappið og hvar verður hægt að nota það í framtíðinni er að finna á app.audkenni.is

Þarftu frekari aðstoð? Hafðu samband Hafðu samband