Hvernig deili ég skjali með öðrum?

Þú getur bætt aðilum við þegar þú hleður upp nýju skjali eða þú getur bætt þeim við skjal sem þegar hefur verið hlaðið upp. 

Athugið: PDF skjöl geta innihaldið að hámarki 40 undirskriftir. ASiCE, ADoc, EDoc og BDoc skjöl hafa enga takmörkun fyrir fjölda undirskrifta en við mælum þó með að hafa ekki fleiri en 100 undirskriftir í einu skjali. 


Að bæta við aðilum þegar þú hleður upp nýju skjali.

Þegar þú hleður upp skjali getur þú bætt við aðilum í þrepi 3. Það eru þrjár leiðir til þess að gera það. 


1. Bættu við aðilum úr tengiliðaskránni þinni - byrjaðu á því að slá inn nafn aðila, netfang eða kennitölu og veldu réttan aðila úr listanum sem birtist. 

Ef þú slærð inn netfang eða kennitölu sem er ekki í tengiliðaskránni þinni færðu þann valmöguleika að bæta þeirri manneskju við. Með því að velja þann möguleika getur þú bætt þessari manneskju við með því að nota netfangið eða kennitöluna. 

2. Önnur leið til þess að deila skjali með öðrum er að smella á "Bæta við" í þrepi 3. 

Þú getur einnig leitað í tengiliðaskránni þinni eða bætt við nýjum aðilum inn í hana í  glugganum sem opnast. 

Vinsamlegast athugaðu að það er ekki nauðsynlegt að bæta við aðilum í tengiliðaskránna til þess að deila skjali með þeim. Þú getur einfaldlega bætt aðilum við með því að slá inn netfangið þeirra eða kennitölu. 

Veldu viðeigandi hnapp "Kennitala" eða "Netfang" í sama glugga, sláðu inn kennitöluna eða netfangið og smelltu á "Halda áfram"


Athugið: eingöngu er hægt að deila skjali með kennitölu á Íslendinga, Litháa, Eista og Letta. 

Ef einstaklingurinn sem þú hefur bætt við er ekki með skráðan aðgang í Dokobit portal færðu þann valmöguleika að senda viðkomandi tilkynningu með tölvupósti. Sláðu inn rétt netfang og smelltu á "Halda áfram"

Þegar aðilum er bætt við með netfangi eða kennitölu, getur þú valið að bæta þeim við tengiliðaskránna þína með því að haka í boxið sem býður upp á þann valmöguleika. 

3. Þriðja leiðin til þess að bæta við aðilum er að nota Flýtihnappana sem bjóða upp á að leta í tengiliðaskránni, nota kennitölu, netfang eða símanúmer (sms).


Að bæta við aðilum þegar búið er að hlaða upp skjali.

4. Opnaðu skjalið sem þú vilt deila með öðrum og smelltu á "Deila" efst á síðunni. 

Þú getur bætt við aðilum frá tengiliðaskránni þinni, búið til nýja tengiliði eða bætt við undirritendum með netfangi eða kennitölu á sama hátt og var lýst í liði 2 í þessari grein. 

5. Þú getur einnig bætt við aðilum með því að breyta þeim - smelltu á "Breyta" hnappinn í þrepi 3. 

Smelltu því næst á Bæta við fleira fólki í glugganum sem opnast. Hér getur þú einnig bætt við fleiri þátttakendum frá tengiliðaskránni þinni eða með netfangi og kennitölu. 



Þarftu frekari aðstoð? Hafðu samband Hafðu samband