Hvernig á að hlaða upp skjali, deila með öðrum og rafrænt undirrita skjal?
1. Á innskráningarsíðu Dokobit Portal, auðkennir þú þig með þeim rafrænu skilríkjum sem þú kýst að nota.
2. Þegar þú hefur auðkennt þig ertu skráð inn á þann aðgang sem þú notaðir síðast og skjalalistinn þinn birtist. Til þess að hlaða inn skjali, smelltu á "Nýtt skjal" efst til hægri á skjánum.
3. Veldu það skjalasniðmát sem þú kýst að nota (þrep 1.) Dokobit styður tvö alþjóðleg skjalasnið: PDF skjöl og AsiC umslög. Eins styður Dokobit Litháeisk, Eistnesk og Lettnesk skjalasnið – Adoc, Bdoc og Edoc.
Athugið: Þetta er sniðið á skjalinu sem þú munt geta hlaðið niður eftir að það hefur verið undirritað. Ekki sniðið á því skjali sem þú hleður upp.
4. Það eru tvær leiðir til þess að hlaða upp skjali (þrep 2.): þú getur dregið skjalið inn á gráa svæðið eða þú getur valið "Úr tölvu“ og leitað að skjali í tölvunni þinni sem þú velur og hleður upp. Nafnið á skjali til undirritunar mun vera það sama og á skjalinu sjálfu en þú getur breytt því ef þú þarft.
Athugið: Hámarksstærð á skjali sem hægt er að hlaða upp er 500 MB.
5. Til þess að bjóða aðilum að undirrita skjalið , byrjaðu á því að slá inn netfang eða veldu úr tengiliðaskrá (þrep 3. Bæta við aðilum). Þú getur einnig boðið aðilum með því að nota "Bæta við“ eða notað flýtihnappana í tengiliðaskránni, með því að nota kennitölu aðila, netfang eða símanúmer.
Athugið: PDF skjöl geta innihaldið að hámarki 40 undirskriftir. ASiCE, ADoc, EDoc og BDoc skjöl hafa enga takmörkun fyrir fjölda undirskrifta en við mælum þó með að hafa ekki fleiri en 100 undirskriftir í einu skjali.
6. Þú getur valið ólík hlutverk aðila við hlið nafnsins með því að ýta á örina. Þar er hægt að velja hvort aðilar eigi að undirrita, samþykkja eða hafa aðgang að skjalinu. Einnig er hægt að velja "Undirskrift með ástæðu“. "Aðgengi“ er stilling sem er í boði fyrir alla greidda aðganga, "Samþykki“ er í boði fyrir alla aðila sem eru í Fyrirtækjaáskrift.
7. Hægt er að skilja eftir skilaboð til mótttakanda skjala ef þörf er á, með því að haka við "Skilaboð til allra þátttakenda“.
8. Í þrepi 4 (Aðrar stillingar) getur þú valið aðrar viðeigandi skjalastillingar eins og "Skjalaflokkur“ og "Tímafrestur“, valið staðsetningu undirskrifta (ef þetta er PDF skjal), og valið að skjalið sé eingöngu hægt að undirrita með Fullgildri undirskrift. Ef þú vilt bjóða upp á að aðili geti skoðað skjalið eða skrifað undir án þess að vera með Dokobit portal aðgang hakaðu þá í boxið "Leyfa undirritun skjala án Dokobit reiknings“ -aðilar munu geta skoðað eða undirritað skjalið án þess að skrá sig inn í Dokobit.
9. Til þess að fara á undirritunarsíðuna, smelltu á "Halda áfram og undirrita" (þessi hnappur er sýnilegur ef þú ert eini þátttakandinn á skjalinu og hlutverkið þitt er undirritandi) eða smelltu á "Senda" ( ef það eru fleiri þátttakendur). Ef þú ert eini þátttakandinn í skjalinu með hlutverkið "Samþykkjandi" eða "Með aðgengi", smelltu á hnappinn "Halda áfram".
10. Til þess að undirrita skjal, smelltu á "Undirrita“ hnappin efst á síðunni (þú færist nú neðst á síðuna), smelltu á "Undirrita“ hnappinn neðst á síðunni og haltu áfram með undirritunarferlið með rafrænum skilríkjum að þínu vali.
Athugið: Ef eigandi skjalsins hefur hakað í boxið "Ekki leyfa undirritun eftir tímafrestinn“ þá er ekki hægt að undirrita skjalið eftir þá dagsetningu sem hefur verið valin. Þú munt ekki geta séð "Undirrita“ hnappinn og í þrepi 3 birtast skilaboðin "Tímafrestur liðinn“. Ef þú þarft samt sem áður að undirrita skjalið, hafðu samband við einstaklinginn sem sendi þér skjalið (nafnið gæti verið sýnilegt undir þrepi 3. Þátttakendur með athugasemdinni "Eigandi skjals").
11. Ef þú vilt ekki undirrita skjalið getur þú hafnað undirritun. Einfaldlega smelltu á "Hafna undirritun“. Gluggi opnast þar sem þú getur slegið inn ástæðu fyrir því hvers vegna þú hafnar undirritun skjalsins.
Athugið: Þú getur breytt ákvörðun þinni um að hafna undirritun. Opnaðu skjalið og farðu neðst og smelltu á "Undirrita samt“.
12. Eftir að þú undirritar eða hafnar undirritun muntu sjá þessar upplýsingar við hlið nafnsins þíns.
13. Þegar þú hefur undirritað skjalið hverfa fyrrgreindar upplýsingar um að þú hafir til að byrja með hafnað að undirrita skjalið sem áður voru við hlið nafnsins þíns.