Hvernig á að velja rétt skjalasnið?

Fyrir flest tilfelli mælum við eindregið með því að nota PDF skjöl fyrir rafrænar undirskriftir. Framsetning og notkun PDF skjala er í dag stöðluð og almenn sem þýðir að öll meðferð þeirra verður auðveldari fyrir alla hlutaðeigendur. Önnur skjalasnið eru svokallaðir skjalavasar (xml) sem hægt er að nýta t.d. til að undirrita eða innsigla skjöl sem eru ekki á skriflegu formi eins og hljóðupptökur, ljósmyndir og myndbönd. Lýsa má skjalavösum á svipaðan hátt og .zip skjöl eru í dag sem þýðir að hægt er að setja fleiri en eitt skjal inn í þau og síðan á því formi að bæta við rafrænum undirskrifum. 

Velja verður skjalasnið þegar skjali er hlaðið upp til undirritunar -  þrep nr. 1. Veldu skjalasnið fyrir undirritað skjal. Hérna velur þú skjalasnið á skjalinu sem þú munt geta hlaðið niður þegar undirritun er lokið. 

PDF skjalasnið -  þegar undirritun er lokið munt þú geta hlaðið niður PDF skjali. Það þýðir að þegar þú hleður upp skjalinu til undirritunar þá þarf það einnig að vera PDF skjal. 

Athugið: Þegar skjali hefur verið hlaðið upp getur þú valið hvar þú vilt að undirskriftirnar birtist á skjalinu. Þær geta verið efst á fyrstu eða öftustu síðu eða neðst á fyrstu eða öftustu síðu. Þú getur einnig valið að undirskriftirnar séu ekki sýnilegar á skjalinu sjálfu. Ef ekkert annað er valið birtast rafrænu undirskriftarmerkin efst á fyrstu síðu frá vinstri. Þú getur lesið meira um staðsetningu undirskrifta hér

ASiC, BDoc eða EDoc skjalasnið - þegar undirritun er lokið munt þú geta hlaðið niður undirrituðu ASiC, BDoc eða EDoc skjali. ASiC er alþjóðlegt xml skjalaumslag , BDoc - skjalaumslag sem þekkist í Eistlandi og EDoc - skjalaumslag sem þekkist í Lettlandi. Þú getur hlaðið upp margskonar skrám inn í þessi skjalaumslög. 

ADoc skjalasnið - þegar undirritun er lokið muntu geta hlaðið niður undirrituðu ADoc. ADoc er skjalaumslag sem þekkist í Litháen. Þú getur hlaðið upp margskonar skrám inn í þessi skjalaumslög. Skjölin geta verið allt frá því að vera pdf, docx, odt, xlsx, ods, pptx, ppsx, odp, tif, tiff, jpg, jpeg, jfif, png eða annarskonar adoc. 

Þarftu frekari aðstoð? Hafðu samband Hafðu samband