Staðsetning undirskrifta

Í Dokobit portal getur þú valið staðsetningu undirskriftamerkjanna þegar þú hleður upp skjali til undirritunar. Undirskriftin getur birst efst eða neðst á skjalinu, á fremstu eða öftustu síðu. Þú getur líka valið að hafa undirskriftirnar ekki sýnilegar á skjalinu sjálfu. 

Athugið: staðsetning undirskriftanna er valin fyrir allar undirskriftirnar. Þær verða sýnilegar á undirritaða PDF skjalinu


Að velja staðsetningu undirskrifta

1. Þegar skjali hefur verið hlaðið upp og undirskriftaraðilum bætt við, í þrepi 4. "Aðrar stillingar", smelltu á örina við hlið "Staðsetning undirskrifta" og veldu þá staðsetningu sem hentar þér. Athugið: valmöguleikinn að staðsetja undirskriftina birtist eingöngu í þessu skrefi. Þú getur ekki valið staðsetningu undirskriftar eftir að þú hefur valið "Halda áfram" eða eftir að skjalið hefur verið undirritað. 



Staðsetning undirskrifta á undirrituðu skjali 

2. Þegar allir aðilar hafa lokið undirritun, opnaðu skjalið í Dokobit portal og hladdu því niður með því að smella á "Sækja undirritað skjal" sem er staðsett neðst á síðunni. Undirskriftarmerkið mun birtast á þeim stað sem var valinn þegar skjalinu var hlaðið upp.  

3. Ef þú hefur valið staðsetninguna "Efst á fyrstu síðu", mun undirskriftarmerkið birtast efst í vinstra horninu á fyrstu síðu skjalsins. Ef þú hefur valið staðsetninguna "Efst á öftustu síðu", mun undirskriftarmerkið birtast efst í vinstra horninu á öftustu síðu skjalsins. 

4. Ef þú hefur valið staðsetninguna "Neðst á fyrstu síðu", mun undirskriftarmerkið birtast neðst í vinstra horninu á fyrstu síðu skjalsins. Ef þú hefur valið staðsetninguna "Neðst á öftustu síðu", mun undirskriftarmerkið birtast neðst í vinstra horninu á öftustu síðu skjalsins. 

5. Ef þú hefur valið "Undirskriftir ekki sýnilegar", mun undirskriftirnar ekki birtast á skjalinu sjálfu. 


Að velja hvort undirskriftir eigi að vera sýnilegar í undirskriftarmerkinu

Notendur með Fyrirtækjaáskrift geta valið hvort kennitölur birtist í undirskriftarmerkinu eða ekki. Stjórnandi aðgangsins getur stillt í sjálfvöldum stillingum hvort þæri eigi alltaf að birtast eða aldrei. Eins getur stjórnandi valið um hvort notendur í hans teymi geti breytt þessari stillingu sjálfir eða ekki. 

6. Þegar skjali hefur verið hlaðið upp og þátttakendum hefur verið bætt við, í þrepi 4. "Aðrar aðgerðir" getur þú hakað í boxið "Birta kennitölur á rafrænum undirskriftum" ef þú vilt að þær séu sýnilegar á PDF skjalinu sjálfu. 

7. Þegar skjalið hefur verið undirritað birtist einnig kennitala undirritandans í undirskriftarmerkinu. 

8. Ef þú kýst fremur að kennitölur birtist ekki í undirskriftarmerkjum undirritenda skaltu ekki haka í boxið "Birta kennitölur á rafrænum undirskriftum". 

9. Ef stjórnandi fyrirtækjaaðgangsins hefur ákveðið að leyfa notendum að breyta þessari stillingu jafnvel þó hún sé sjálfvalin af stjórnanda, munu notendur eiga möguleika á að breyta stillingunni með því að haka í eða afhaka í boxið "Birta kennitölur á rafrænum undirskriftum". 

10. Ef stjórnandi hefur valið að leyfa ekki notendum að breyta þessari stillingu sjálfir þá fá þeir ekki upp sama valmöguleika. Þegar þeir hlaða upp skjali munu þeir sjá að boxið "Birta kennitölur á rafrænum undirskriftum" er óvirkt og eini möguleikinn til þess að gera breytingar er að hafa samband við stjórnanda.

Þarftu frekari aðstoð? Hafðu samband Hafðu samband