Hvernig á að hlaða niður upprunalegu eða undirrituðu skjali?

Þegar skjali hefur verið hlaðið upp geta allir þátttakendur, sem skjalinu hefur verið deilt með, hlaðið því niður. Eins þegar allir hafa undirritað - geta þeir einnig hlaðið niður undirritaða skjalinu.

Í þessari grein:
Að hlaða niður upprunalegri útgáfu skjals. 

1. Opnaðu skjalið sem þú vilt hlaða niður úr skjalalistanum þínum.   

2. Í þrepi 2. "Skjöl", smelltu á gráu niðurhlaðsörina til þess að hlaða niður upprunalegu útgáfu skjalsins.  

3. Skjalasnið mun vera það sama og á skjalinu sem var hlaðið upp í byrjun. 


Að hlaða niður undirrituðu skjali

4. Opnaðu skjalið sem þú vilt hlaða niður úr skjalalistanum þínum.  

5. Farðu í þrep 4. sem heitir "Aðgerðir". 

6. Þegar skjalið hefur verið undirritað, smelltu á hnappinn "Sækja undirritað skjal"

7. Skjalasnið á tilgreindu skjali mun birtast í þrepi 2. undir "Upplýsingar". Skjalsniðið var ákveðið þegar upprunalega skjalinu var hlaðið upp til undirritunar. 

8. Þú getur einnig hlaðið niður undirrituðu skjali með því að smella á hnappinn "Hlaða niður", efst á skjánum. Skjalasniðið á undirritaða skjalinu mun vera það sama og var valið þegar upprunalega skjalinu var hlaðið upp.


Að hlaða niður fleiri en einu skjali 

9. Í skjalalistanum, settu bendilinn yfir það skjal sem þú vilt hlaða niður þar til það birtist box til að haka við.

10. Smelltu vinstra meginn á skjalið. 

11. Þegar að minnsta kosti eitt skjal er valið birtist stika efst á síðunni. Talan sem birtist lengst til vinstri á stikunni gefur til kynna hversu mörg skjöl þú hefur hakað við.

12. Þú getur hakað við eitt og eitt skjal í einu eða valið "Velja öll" í stikunni til þess að haka við öll skjölin í skjalalistanum þínum.

13. Til þess að hlaða niður skjölunum smelltu á "Hlaða niður" hnappinn og það myndast ZIP mappa með öllum völdum skjölum sem hleðst niður í tölvuna eða snjalltækið þitt. 

Athugið: Mikilvægt er að athuga með stöðu undirskrifta og hvort allt sé eins og gert var ráð fyrir. 

Þarftu frekari aðstoð? Hafðu samband Hafðu samband