Flýtiaðferðir
Þú getur sparað þér tíma með því að gera endurteknar aðgerðir á fljótlegri hátt. Þú getur:
- Eytt fleiri en einu skjali á sama tíma. Athugið: þú getur eytt skjölum eingöngu frá þínum skjalalista og ef þú ert eigandi skjals eða hefur réttindi að aðgangsstýringu skjala getur þú einnig eytt skjölum frá öðrum aðilum sem hafa fengið boð um að undirrita eða samþykkja ef þeir hafa ekki enn framkvæmt aðgerðina.
- Undirritað fleiri skjöl á sama tíma. Athugið: þessi aðgerð er eingöngu möguleg með skilríkjum á korti eða ef þú hefur bætt við Rafrænu innsigli.
- Hlaðið niður fleiri en einu skjali á sama tíma. Athugið: það er alltaf mikilvægt að kanna hvort undirritun sé lokið í samræmi við ósk um undirskriftir.
- Senda áminningu á fleira en einu skjal á sama tíma
Til þess að eyða fleiri en einu skjali á sama tíma
1. Þar sem þú finnur yfirlit skjala, veldu þau skjöl sem þú vilt eyða og smelltu á "Eyða".
2. Ef skjölin eru nú þegar undirrituð af öllum aðilum þá muntu eingöngu geta eytt skjölunum frá þínum aðgangi.
3. Staðfestu aðgerðina með því að smella á "Færa í ruslafötu".
4. Ef hluti af eða öll valin skjöl eru enn ekki undirrituð af öllum aðilum muntu geta valið hvort þú eyðir þeim eingöngu frá þér eða frá þér og öðrum þátttakendum.
5. Ef einhver skjöl eru nú þegar undirrituð muntu fá viðvörun um hvaða skjölum verður eytt frá þér og öðrum aðilum og hjá hverjum skjölin verða enn aðgengileg. Skjölin verða eydd frá þínum aðgangi.
Athugið: Eyðing skjala er varanleg aðgerð og óafturkræf.
Til þess að undirrita fleiri en eitt skjal á sama tíma (eingöngu í boði fyrir aðila með skilríki á korti og Rafrænt Innsigli)
6. Í yfirliti skjala, veldu þau skjöl sem þú vilt undirrita.
7. Til þess að undirrita skjölin smelltu á "Undirrita" í aðgerðarstikunni efst á síðunni.
8. Fjölundirritunarsíða opnast. Til þess að undirrita öll skjölin þarftu að byrja á því að fara yfir þau. Til þess að yfirfara skjal getur þú smellt á heiti skjalsins til þess að stækka það.
9. Til þess að opna öll skjölin á sama tíma, smelltu á "opna öll" í aðgerðarstikunni efst á síðunni.
10. Til að undirrita skjal, farðu neðst á síðuna og undirritaðu með rafrænum skilríkjum.
11. Til að bæta við rafrænu innsigli, farðu neðst á síðuna og smelltu á "Bæta við rafrænu innsigli".
Athugið: þú getur undirritað allt að 20 skjöl á sama tíma.
Til að hlaða niður fleiri en einu skjali á sama tíma
12. Í yfirliti skjala, veldu skjölin sem þú vilt hlaða niður.
13. Til að hlaða niður skjölunum smelltu á "Hlaða niður" og ZIP skrá með öllum völdu skjölunum mun hlaðast niður í tækið þitt. Athugið: það er alltaf mikilvægt að kanna hvort undirritun sé lokið í samræmi við ósk um undirskriftir.
Senda áminningu um mörg skjöl í einu.
14.Í yfirliti skjala, veldu skjölin sem þú vilt senda áminningu um.
15. Til þess að senda áminningu, smelltu á "Senda áminningar" í aðgerðarstikunni efst á síðunni.
Athugið: þú getur sent áminningar fyrir allt að 50 skjöl.
16. Nýr gluggi mun birtast sem sýnir þér skjölin sem þú valdir. Smelltu á "Senda" til þess að senda áminningu á suma eða alla þátttakendur.
Athugið: Ef þú hefur valið sjal sem að aðilar hafa nú þegar skrifað undir, þá munu þessir aðilar ekki fá áminningu um skjalið. Í glugganum mun koma fram " Skjöl þar sem sumir eða allir þátttakendur fá senda áminningu" og "Skjöl þar sem enginn mun fá áminningu". Ef það er búið að skrifa undir öll skjölin sem þú valdir þá munt þú ekki fá valmöguleikan til þess að senda áminningar.