Hvernig á að eyða skjali sem þegar hefur verið hlaðið upp?

Þú getur eytt þeim skjölum sem þú hefur ekki lengur þörf á í skjalalistanum þínum hvenær sem er. Ef þú ert eigandi skjals eða hefur stjórnendaaðgang þá getur þú einnig eytt skjölum frá aðilum sem hafa fengið boð um að samþykkja eða undirrita, ef þeir hafa ekki undirritað skjalið nú þegar. 

Athugið: þú getur einungis fært skjöl í ruslafötu ef þú ert að eyða þeim frá þínum aðgangi. Ef þú eyðir skjali fyrir alla þátttakendur verður þeim eitt varanlega og ekki hægt að afturkalla.

Til að eyða skjali sem hefur ekki verið undirritað ennþá.

1. Opnaðu skjal í skjalalistanum þínum.

2. Smelltu á "Eyða" efst til hægri í aðgerðarstikunni. 

3. Ef skjalið hefur ekki verið undirritað af öllum aðilum ennþá, þá færðu val um að eyða skjalinu eingöngu frá þér eða frá þér og öðrum aðilum. Til þess að eyða skjalinu eingöngu úr þínum skjalalista, smelltu á "Eyða frá aðeins mér"

4. Staðfestu aðgerðina með því að smella á "Færa í ruslafötu"

Athugið: Skjalinu verður eytt frá þínum aðgangi, en gæti verið öðrum sýnilegt og mögulega hafa aðrir ennþá val um að undirrita skjalið.

Athugið: Ef þú eyðir skjalinu úr þínum aðgangi þá getur þú samt séð og endurheimt skjalið úr ruslafötu. Skjöl sem hafa verið í ruslafötu í meira en 30 daga verður sjálfkrafa eytt.

5. Til þess að eyða skjalinu frá öllum aðilum, smelltu á "Eyða frá öllum"

6. Staðfestu aðgerðina með því að smella á "Eyða frá öllum".

Athugið: Skjalinu verður nú eytt frá öllum aðilum og verður hvorki sýnilegt né aðgengilegt. Þessi aðgerð er varanleg og óafturkræf.


Að eyða undirrituðu skjali

7. Ef allir aðilar hafa þegar undirritað skjalið, muntu eingöngu geta eytt skjalinu úr þínum skjalalista. Til þess að gera það endurtaktu skref 1 og 2 og smelltu á "Eyða frá aðeins mér"

8. Staðfestu aðgerðina með því að ýta á "Færa í ruslafötu"

Athugið: skjalinu verður eytt frá þínum aðgangi en gæti verið sýnilegt og aðgengilegt öðrum aðilum. Það er hægt að sjá og afturkalla skjöl úr í 30 daga.

9. Ef nokkrir aðilar eru þegar búnir að undirrita skjalið en þú myndir vilja eyða skjalinu frá eftirstandandi aðilum sem ekki hafa þegar undirritað, smelltu þá á þrípunktinn (...) og "Eyða þátttakanda" sem birtist við hlið nafnsins þeirra í þrepi 3. "Þátttakendur". 


Að að eyða mörgum skjölum í einu.

10. Til þess að eyða mörgum skjölum í einu farðu í skjalalistann, veldu þau skjöl sem þú vilt eyða og smelltu á "Eyða"

11. Ef skjalið/skjölin eru nú þegar undirrituð af öllum aðilum þá muntu eingöngu geta eytt því/þeim úr þínum skjalalista.  

12.  Staðfestu aðgerðina með því að smella á "Færa í ruslafötu"

13. Ef hluti af eða öll skjölin eru ekki þegar undirrituð af öllum aðilum, muntu fá þann valmöguleika að eyða skjölunum frá þér og öðrum þátttakendum. 

14. Ef þetta eru þegar undirrituð skjöl, muntu fá tilkynningu um hvaða skjölum hefur verið eytt frá þér og öðrum þátttakendum og hvaða skjöl munu enn vera aðgengileg hjá öðrum en eytt frá þínum aðgangi. 


Athugið: Að eyða skjölum er varanleg og óafturkræf aðgerð. 


Hvernig skal endurheimta skjöl úr ruslafötu.

15. Smelltu á nafnið þitt til þess að fá felligluggan niður og smelltu á "Ruslafata".

16. Veldu skjalið sem þú vilt endurheimta og smelltu á þrípunktana "..." sem eru staðsettir til hægri við hlið skjalsins.

17. Smelltu á "Endurheimta".

18. Staðfestu með því að smella á "Endurheimta".

Hvernig skal endurheimta mörg skjöl í einu frá ruslafötu.

19. Til þess að endurheimta mörg skjöl í einu þá þarftu að fara inn í "Ruslafötuna". Þar velur þú skjölin sem þú vilt endurheimta og smellir á "Endurheimta" takkann.

20. Staðfestu með því að smella á "Endurheimta".Hvernig skal eyða skjali varanlega frá ruslafötu.

21. Smelltu á nafnið þitt til þess að fá felligluggann niður og smelltu á "Ruslafata".

22. Veldu skjalið sem þú vilt eyða varanlega og smelltu á þrípunktana "..." sem eru staðsettir til hægri við hlið skjalsins.


23. Smelltu á "Eyða varanlega".

Athugið: Að framkvæma þessa aðgerð er varanleg og er ekki hægt að afturkalla henni.

24. Staðfestu með því að smella á "Eyða"

25. Ef þú vilt eyða öllum gögnum frá "Ruslafötu", smelltu þá á "Tæma ruslafötu" sem er staðsett fyrir ofan leitargluggann.

26. Staðfestu með því að smella á "Tæma".Til þess að eyða mörgum skjölum í einu frá ruslafötu.

27. Til þess að eyða mörgum skjölum í einu frá ruslafötunni þá þarft þú að fara á "Ruslafata" síðuna, Þar velur þú skjölin sem þú vilt eyða og smellir á "Eyða varanlega" takkann.

28. Staðfestu með því að smella á "Eyða".

Þarftu frekari aðstoð? Hafðu samband Hafðu samband