Aðgangsstýring skjala og að breyta hlutverki notenda

Þú getur breytt hlutverki aðila í undirritunarferli skjals sem hefur verið hlaðið upp (í boði fyrir aðila í áskrift). Þú getur einnig eytt notendum sem þú hefur nú þegar deilt skjali með ef þeir hafa ekki þegar undirritað eða samþykkt skjalið.


Til þess að breyta hlutverki aðila

1. Opnaðu skjalið og farðu í þrep 3. "Þátttakendur" og smelltu á "Breyta". Athugið: þessi hnappur er aðeins sýnilegur eigenda skjalsins eða stjórnanda í fyrirtækjaaðgangi eða ef þú hefur réttindi til þess að breyta stillingum fyrir þann skjalaflokk sem þetta tiltekna skjal tilheyrir. 

2. Í glugganum "Breyta þátttakendum", breyttu hlutverkum þátttakenda eins og nauðsyn krefur með því að velja hlutverk þátttakenda frá listanum með því að smella á örina við hlið hlutverksins og veldu frá listanum það hlutverk sem þú vilt að þátttakandi hafi. 

3. Þú getur einnig eytt notandanum með því að smella á ruslatunnu merkið, við hlið nafnins þeirra. 

4. Smelltu á "Vista" til þess að ljúka við aðgerðina. 

Athugið: þú munt ekki geta eytt eða breytt hlutverkum notenda sem hafa nú þegar undirritað eða samþykkt skjalið eða eytt notendum sem hefur verið bætt við með því að nota tiltekin skjalaflokk þar sem aðilar eru skilyrtir þátttakendur. Til þess að eyða aðilum sem bætt var við með skjalaflokkum verður þú að byrja á því að eyða skjalaflokknum sem hefur verið valinn fyrir þetta tiltekna skjal. 

Hlutverk notenda er líka hægt að ákvarða í upphafi þegar skjali er hlaðið inn. 


Til þess að afturkalla aðgang tiltekinna notenda að skjali

Þú munt eingöngu geta afturkallað aðgang frá þátttakendum ef þeir hafa ekki nú þegar undirritað eða samþykkt skjalið. 

11. Opnaðu skjalið, farðu í þrep 3. "Þátttakendur" og smelltu á "Breyta". 

12. Smelltu á ruslatunnu merkið sem er staðsett við hlið nafns aðilans sem þú vilt afturkalla aðgang frá. 

13. Einnig er hægt að fjarlægja þátttakendur með því að smella á "..." (þrípunktinn) og smella á "Fjarlægja þátttakanda" hnappinn sem birtist við hlið nafnsins þeirra í þrepi 3. "Þátttakendur". 

Þarftu frekari aðstoð? Hafðu samband Hafðu samband