Tengiliðaskrá og flokkar tengiliða

Til þess að auðvelda gagnasendingar í Dokobit portal er hægt að setja upp tengiliðaskrá með eigin tengiliðum svo ekki sé nauðsynlegt að slá inn algeng nöfn í hvert skipti sem skjöl eru send til undirritunar eða deilingar. Athugið: Þú getur einnig deilt tengiiliðaskránni þinni með öðrum notendum í fyrirtækinu þínu ef þú hefur hlutverk stjórnanda í þínum aðgangi.


Að bæta við tengilið í tengiliðaskránna 

1. Skráðu þig inn í Dokobit porta, smelltu á "Stillingar" - tannhjólið, sem er staðsett efst til hægri á síðunni, eða smellut á nafnið þitt frá listanum sem er við hliðiná og smelltu á "Stillingar".

eða

2. Opnaðu flipann "Tengiliðir". 3. Smelltu á "Bæta við nýjum tengilið" við hliðiná "Tengiliðir"4. Fylltu inn í reitina - "Fornafn", "Eftirnafn", "Netfang" og "Kennitala. Þessir reitir eru skilyrði

5. Þú getur einnig bætt við tengiliði inn í fyrirfram ákveðinn tengiliðaflokk sem þú velur úr listanum.  

6. Veldu hvort þú viljir deila þessum tengilið með öðrum í fyrirtækinu þínu með því að haka í boxið "Deila tengilið með teymi".

7. Smelltu á "Stofna nýjan" til þess að ljúka við að stofna nýjan tengilið.  

8. Til þess að breyta eða eyða tengilið, smelltu á "Aðgerðir" við hlið nafns tengiliðsins.  


Að stofna nýjan flokk tengiliða 

9. Smelltu á "Stofna nýjan flokk" hnappinn við hlið "Flokkar tengiliða". 10. Þar sem stendur "Nafn" skráðu hvað flokkurinn á að heita. 

11. Veldu hvort þú viljir deila þessum flokki tengiliða með restinu af fyrirtækinu þínu með því að haka í boxið "Deilt með fyrirtækinu".  

12. Smelltu á "Stofna" til þess að ljúka við stofnun nýs flokks tengiliða.  

13. Til þess að breyta flokki tengiliða smelltu á "Aðgerðir" og veldu "Breyta flokki".  

14. Þú getur breytt nafni flokksins, valið hvort þú vilt deila með öðrum notendum fyrirtækisins og valið hvaða aðilar eiga að tilheyra ákveðnum flokki.

15. Til að ljúka breytingu smelltu á "Vista". 

16. Til að eyða flokki tengiliða, smelltu á "Aðgerðir" og veldu "Eyða". 

Þarftu frekari aðstoð? Hafðu samband Hafðu samband