Að uppfæra þjónustuleið

Til þess að eiga möguleika á að undirrita fleiri skjöl, stofna fyrirtækjaaðgang og eiga möguleika á að bjóða samstarfsfélögum að tengjast aðganginum þínum í Dokobit portal þá getur þú keypt tvennskonar áskriftarleiðir eða haft samband til þess að fá tilboð fyrir stærra fyrirtæki með fleiri en 20 notendur. 

Fyrir einstaklinga eða einyrkja er áskriftarleiðin "Fagfólk" í valmöguleiki og fyrir smærri fyrirtæki með allt að 20 notendur, er í boði áskriftarleiðin "Fyrirtæki".

Til að kaupa áskrift

Athugið: Vinsamlegast vertu viss um að persónuupplýsingarnar þínar og greiðsluupplýsingar séu rétt útfylltar undir "Stillingum" áður en þú kaupir áskrift. Reikningar myndast sjálfkrafa eftir upplýsingum sem eru fyrir hendi í aðgangi notanda. 

1. Skráðu þig inn í Dokobit portal og smelltu á hnappinn "Uppfæra þjónustuleið" efst á síðunni. 

Eða þú getur smellt á "Stillingar" - tannhjólið, sem er staðsett efst til hægri á síðunni, opnað flipann "Greiðslur" og smellt þar á hnappinn "Uppfæra þjónustuleið" staðsett í glugganum "Yfirlit". 

2. Veldu þá áskriftarleið sem hentar þér og smelltu á Kaupa áskrift.  

3. Ef þú velur áskriftarleiðina "Fyrirtæki" þá getur þú valið hversu marga notendur þú vilt kaupa áskrift fyrir með því að færa til stikuna. Upphæðin sem þú greiðir reiknast út frá því hversu marga notendur þú velur og hvort þú velur að greiða mánaðarlega eða árlega.  

4. Veldu tíðni reikninga. Ársáskrift mun veita þér 20% afslátt.  

5. Veldu greiðslumáta. 

Athugið: bankamillifærsla er aðeins möguleg fyrir þá sem velja að kaupa ársáskrift.  

6. Ef þú velur að greiða mánaðarlega, sláðu inn upplýsingar um greiðslukort. 

7. Veldu hvort þú ert að kaupa fyrir einstakling eða fyrirtæki og fyllu út skilyrta reiti. 

8. Yfirfarðu upplýsingar um kaupin, kynntu þér þjónustuskilmála Dokobit og smelltu á "Greiða". 

9. Greiðslukortið þitt er gjaldfært samstundis og þú færð tölvupóst með reikningnum í viðhengi. Athugið: greiðslukortið þitt verður gjaldfært mánaðarlega þar til þú bindur enda á áskriftina.  

10. Ef þú velur að kaupa ársáskrift, getur þú valið hvort þú viljir greiða með greiðslukorti eða með bankamillifærslu.  

11. Ef þú velur að greiða með korti, sláðu inn kortaupplýsingarnar þínar, yfirfarðu pöntunina og smelltu þvínæst á "Greiða" til þess að ljúka við kaupin.  

12. Greiðslukortið þitt er gjaldfært samstundis og þú færð tölvupóst með reikningnum í viðhengi. Athugið: greiðslukortið þitt verður gjaldfært mánaðarlega þar til þú bindur enda á áskriftina.

13. Ef þú velur að greiða með bankamillifærslu, yfirfarðu pöntunina þína og smelltu á "Greiða" til þess að ljúka við kaupin.  

14. Þú munt fá tölvupóst með reikningnum í viðhengi og þú hefur 30 daga til þess að inna greiðslu af hendi. 

15. Ef þú hefur nú þegar áskrift af Dokobit portal og vilt breyta áskriftarleiðinni þinni, vinsamlegast hafðu samband við okkur.  

16. Ef það stendur til að hafa fleiri en 20 notendur, vinsamlegast hafðu samband við okkur til að fá "Sér samning" fyrir fyrirtækið þitt.  

Þarftu frekari aðstoð? Hafðu samband Hafðu samband