Að uppfæra þjónustuleið

Er notkunin þín að aukast hratt og þörf fyrir fleiri rafrænar undirskriftir? Mögulega hefur þú áhuga á að stofna fyrirtækjaaðgang og bjóða samstarfsfólki þínu að taka slaginn með þér i Dokobit? Ekki örvænta þar sem við erum með lausn fyrir þig.

Fyrir einstaklinga þá mælum við með "Fagfólk" áskriftarleiðinni. Fyrir teymi þá erum við viss um að "Fyrirtæki" áskriftarleiðin mun mæta ykkar þörfum. Kannski ertu partur af stóru fyrirtæki eða félagi, sem þarf meiri sveigjanleika - í því tilviki þá hentar "Stærri fyrirtæki" áskriftarleiðin fyrir þig.

Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar á því hvernig þú uppfærir og kaupir áskrift.


Til að kaupa áskrift

Athugið: Vinsamlegast vertu viss um að persónuupplýsingarnar þínar og greiðsluupplýsingar séu rétt útfylltar undir "Stillingum" áður en þú kaupir áskrift. Reikningar myndast sjálfkrafa eftir upplýsingum sem eru fyrir hendi í aðgangi notanda. 

1. Skráðu þig inn í Dokobit portal og smelltu á hnappinn "Uppfæra þjónustuleið" efst á síðunni. 

Eða þú getur smellt á "Stillingar" - tannhjólið, sem er staðsett efst til hægri á síðunni, opnað flipann "Greiðslur" og smellt þar á hnappinn "Uppfæra þjónustuleið" staðsett í glugganum "Yfirlit". 

2. Veldu þá áskriftarleið sem hentar þér og smelltu á Kaupa áskrift.  

Ef þú velur áskriftarleiðina "Fyrirtæki" þá getur þú valið hversu marga notendur þú vilt kaupa áskrift fyrir. Þessari áskriftarleið fylgir alltaf einn notandi en að bæta við fleiri notendum kostar aukalega. Upphæðin sem þú greiðir reiknast út frá því hversu marga notendur þú velur og hvort þú velur að greiða mánaðarlega eða árlega.  

3. Veldu tíðni reikninga. 

Athugið: Ársáskrift mun veita þér 20% afslátt.  

4. Veldu greiðslumáta. 

Athugið: bankamillifærsla er aðeins möguleg fyrir þá sem velja að kaupa ársáskrift.  

5. Ef þú velur að greiða mánaðarlega, sláðu inn upplýsingar um greiðslukort. 

6. Veldu hvort þú ert að kaupa fyrir einstakling eða fyrirtæki og fyllu út skilyrta reiti. 

7. Yfirfarðu upplýsingar um kaupin, kynntu þér þjónustuskilmála Dokobit og smelltu á "Greiða". 

Skuldfært er samstundis ef greitt er með greiðslukorti og mun reikningur berast á það netfang sem þú skráðir. Ef þú velur að borga með millifærslu stofnast reikningur strax sem er sendur á netfangið þitt.

Athugið:

  • Það verður skuldfært mánðarlega eða árlega (fer eftir greiðslutíðni) þangað til þú segir upp áskrift.
  • Millifærslur fara á eindaga eftir 30 daga.

Hver greiðir fyrir undirskriftir þegar fleiri en einn aðili kemur að undirritun?

Ef sendandi skjalsins er með fríaðngang mun hver undirskriftaraðili fyrir sig greiða kostnaðinn fyrir eigin undirksirft. Fyrir notendur með fríaðgang mun þetta telja sem ein undirskrift af þremur mánaðarlegum fríundirskriftum.

Þarftu frekari aðstoð? Hafðu samband Hafðu samband