Hvernig á að eyða aðgangi notanda í teymi Fyrirtækis
Eigandi eða stjórndandi fyritækjaaðgangs í Dokobit Portal hefur rétt til þess að eyða aðgangi notanda í teyminu sem tilheyrir fyrirtækinu. Þetta getur verið gagnlegt ef starfsmaður hættir störfum hjá fyrirtækinu eða ef hann er ekki virkur notandi.
Athugið: að eyða aðgangi notanda er varanleg og óafturkræf aðgerð. Að eyða aðgangi notanda þýðir að aðganginum verður varanlega eytt og aðgangur að skjölum afturkallaður.
Athugið: þar sem hver sem er getur haft aðgang í Dokobit portal frítt, mælum við með því að notendur séu með persónulegan aðgang og aðgang vegna starfs, aðskilda. Það er betra að nota starfsnetfang fyrir aðgang sem tengist vinnu og persónulegt netfang fyrir persónulegan aðgang í Dokobit Portal. Við mælum einnig með því að notendum sé ráðlagt að vista ekki persónuleg skjöl í aðgangi sem er tengdur vinnu þar sem slíkur aðgangur tilheyrir í raun fyrirtækinu og hefur fyrirtækið þar með réttindi til að stjórna þeim aðgangi og á í raun öll skjöl sem þar eru vistuð.
1. Til þess að eyða aðgangi notanda fyrirtækis, skráðu þig inn í Dokobit Portal og smelltu á "Stillingar" tannhjólið, efst í hægra horninu eða smelltu á nafnið þitt og veldur úr listanum "Stillingar".
eða
2. Smelltu á flipann "Notendastýring".
3. Undir "Notendastýring" getur þú séð alla notendur sem eru hluti af fyrirtækjaaðganginum.
4. Veldu þann notanda sem þú vilt eyða og smelltu á hnappinn "Aðgerðir" sem er við hlið nafns aðilands, veldu því næst "Eyða notanda".
5. Eftir að þú hefur valið "Eyða notanda" mun birtast nýr gluggi þar sem þú færð valmöguleika um að flytja gögn sem tilheyra notandanum yfir á annan notanda. Smelltu á "Flytja og eyða".
6. Veldu þann notanda sem þú vilt flytja gögnin yfir á.
7. Þú getur einnig eytt notandandum án þess að flytja gögnin á þig eða annan notanda innan fyrirtækisins. Í því tilfelli velur þú "Eyða án flutnings".
8. Ef notandinn er ekki með nein skjöl í aðganingum sínum þarft þú einungis að staðfesta aðgerðina með því að smella á "Eyða".
Athugið: ef þú vilt eyða notandanum og ekki bæta við nýjum notanda, vinsamlegast hafðu samband við sölu og þjónustu hjá Dokobit með því að senda okkur tölvupóst á hallo@dokobit.is þar sem áskriftin þín breytist ekki sjálfkrafa. Uppfæra þarf stöðu um fjölda notenda handvirkt. Upplýsingar um fjölda notenda sem greitt er fyrir í Fyrirtækjaáskrift kemur fram á reikningum.