Hvernig á að breyta notendum í fyrirtækjaaðgangi?

Ef það hefur verið keypt áskrift fyrir fleiri en einn notanda verður flipinn Notendur sýnilegur stjórnendum og eigendum fyrirtækjaaðganga. Með því að smella á flipann getur þú séð yfirlit yfir alla notendur sem eru skráðir í þínum fyrirtækjaaðgangi, bætt við fleiri notendum og eytt eða breytt núverandi notendum. Eigandi eða stjórnandi getur einnig bætt við réttindum hjá öðrum notendum og gert þá að stjórnendum. 


Til að sjá yfirlit yfir notendur

1. Skráðu þig inn í Dokobit portal, smelltu á "Stillingar" - tannhjólið, sem er staðsett efst í hægra horni síðunnar, eða smelltu á nafnið þitt frá listanum og veldu "Stillingar". 

eða

2. Smelltu á flipann "Notendastýring".

3. Í "Notendastýring" muntu sjá:

 • Notendur hjá fyrirtæki - heildarfjöldi notenda í fyrirtækjaaðganginum (Athugið: þetta er fjöldi notenda sem eru nú þegar með aðgang. Yfirlit yfir heildarfjölda notenda sem þú hefur keypt er hægt að finna undir flipanum "Greiðslur");
 • Óstaðfest boð - tala yfir þau skjöl sem hafa verið send út frá þínum aðgangi en eru hvorki móttekin eða hafnað ennþá;
 • Undirskriftir í þessum mánuði - heildarfjöldi undirskrifta sem notaðar hafa verið í þessum mánuði af öllum þínum notendum;
 • Viðbótarundirskriftir í þessum mánuði - heildarfjöldi undirskrifta sem hafa verið notaðar umfram það sem þín áskriftarleið innifelur (Athugið: engar undirskriftir eru innifaldar í áskriftarleiðum á Íslandi fyrir utan þær 3 undirskriftir sem eru í fríaðgangi notenda); 
 • Skjalahýsing - hversu mikið gagnamagn þú hefur notað og hversu mikið þú átt eftir.

Til að yfirfara stöðu einstakra notenda. 

4. Ef notandi þiggur boð um að tengjast fyrirtækjaaðgangi mun staðan þeirra breytast í "Virkur" og þú munt geta yfirfarið notkun þeirra í mánuðinum og séð töluleg gögn með því að smella á örina sem er staðsett við hlið nafnsins þeirra. 

5. Hér getur þú séð stöðu notandans innan fyrirtækisins og heiti fyrirtækisins (ef þessar upplýsingar hafa verið settar inn í prófílinn). Þú getur séð hvenær notandi skráði sig síðast inn í portalinn og hversu mikið gagnamagn þeir hafa notað, hversu margar undirskriftir aðilinn notaði í mánuðinum og hversu oft hann skráði sig inn í portalinn (starfslotur í þessum mánuði). 


Útbúa og sækja skýrslu

 1. Þú getur smellt á útbúa og valið annað hvort CSV eða Excel til þess að sækja skýrslu yfir alla þá notendur sem þú hefur. Þessi inniheldur alla þá notendur sem eru bæði virkir, óvirkir og bíða staðfestingar.


 1. Smelltu á Útbúa til þess að sækja og niðurhala CSV/Excel skýrsluna.

8. Once the file is generated, you will get a notification email. By clicking on the "Access file" button, you will be redirected to the Dokobit portal “Users” page.

 1. Þegar skýrslan er tilbúin færðu tilkynningu í netfangið þitt. Smelltu á Opna skrá til þess að sækja skránna.

 1. Neðst á síðunni í Notendastýring getur þú sótt skýrsluna undir "Skýrslur sem hafa verið búnar til". Þar smellir þú á Sækja sem er við hlið skýrslunar sem þú varst að búa til.Til að bæta við nýjum notanda

10. Smelltu á hnappinn "Bæta við nýjum notanda" sem er staðsettur við hlið "Notendur" (hnappurinn er eingöngu sýnilegur þeim í fyrirtækjaaðgangi sem hafa keypt viðbótarnotendur. Ef það er ekki hnappur sem á stendur "Bæta við nýjum notanda" þarftu fyrst að kaupa fleiri notendur og þá getur þú bætt við fleiri notendum). 

11. Fylltu út alla reitina, "Fornafn", "Eftirnafn" og "Netfang", sem eru skilyrtir reitir.  

12. Á þeim tíma sem þú bætir við nýjum notanda uppfærast tengiliðaskráin þín með þessum aðila. Veldu hvort þú viljir deila þessum tengiliðaupplýsingum með fyrirtækinu með því að haka í boxið neðst í glugganum. 

13. Nýr notandi mun fá tilkynningu í tölvupósti um að þeir hafi verið skráðir í Dokobit portal og þurfi að skrá sig inn til þess að staðfesta rétt netfang. 

14. Þegar aðgangurinn hefur verið staðfestur mun nýr notandi sjálfkrafa verða notandi í fyrirtækjaaðganginum.  


Til að breyta / eyða notendaaðgöngum fyrirtækis.  

15. Ef notandi samþykkir ekki boð um að tengjast fyritækjaaðgangi eða staðfestir ekki netfangið sem notað var, mun stjórnandi fyrirtækjaaðgangsins aðeins geta eytt boðinu með því að smella á hnappinn "Aðgerðir" og ýta á "Stöðva boð" við hlið nafns þess sem boðið var að tengjast, undir liðnum notendur. 

16. Ef notandi samþykkir boð um að tengjast fyrirtækjaaðgangi mun staðan hans birtast sem "Virkur"  (þetta birtist við hlið nafnsins þeirra undir liðnum "Notendur") mun stjórnandi fyrirtækjaaðgangsins geta:

 • Breyta notanda - breytt nafni notanda, eftirnafni, netfangi, símanúmeri, starfstitli og stöðu innan fyrirtækis. Stjórnandi getur einnig valið hvort þessi notandi verði tengiliður sem fyrirtækið hefur aðgang að með því að hliðra hnappinum. 
 • Færa réttindi eiganda - fært eigendaréttindi þín yfir á annan notanda í fyrirtækjaaðgangi. Athugið: þessa aðgerð er ekki hægt að afturkalla og mun sá sem þetta gerir missa öll réttindi sem eigandi aðgangsins til nýs aðila. Sá aðili gæti aftur á móti fært eignarhaldið tilbaka til upphafslegs eiganda eða yfir á annan notanda ef nauðsynlegt. 
 • Gera að stjórnanda - stjórnandi getur veitt hvaða notanda sem er stjórnendaréttindi. Stjórnandi mun hafa sömu réttindi og eigandi fyrirtækjaaðgangs, stjórnandi mun þó ekki geta breytt þjónustuleið eða greiðsluupplýsingum og mun ekki geta breytt stillingum á aðgangi eiganda. Athugið: Fyrirtæki í áskriftarleiðinni Stærri félög hafa möguleika á að veita stjórnendum mismunandi aðgengi að göngum fyrirtækisins. Hægt er að lesa meira um þennan eiginleika hér: Mismunandi stig stjórnenda.  
 • Afvirkja notanda - afvirkja aðgang notanda, þannig að þeir geti ekki skráð sig inn á tiltekinn aðgang, þessi aðgerð er afturkallanleg og hægt er að virkja notanda á nýjan leik ef nauðsynlegt. 
 • Opna skjöl - skoðað öll skjöl sem tilheyra aðgangi notanda. 
 • Veita API aðgangslykil - stjórnandi eða eigandi fyrirtækjaaðgangs getur veitt API aðgangslykil til notenda sinna. Slíkur aðgangslykill er nauðsynlegur fyrir Dokobit Portal API lausnina sem gerir þér kleift að sjálfvirknivæða ákveðnar aðgerðir í undirritunarferlinu. Frekari upplýsingar um Portal API lausnina finnur þú hér.
 • Eyða notanda - varanlega eytt notanda innan fyrirtækis. Athugið: þessa aðgerð er ekki hægt að afturkalla. Að eyða notanda þýðir að aðgangi aðilans verður eytt varanlega og allt aðgengi að gögnum verður afturkallað. 

17. Þú getur notað leitarstikuna til þess að leita að notendum innan fyrirtækisins með því að slá inn nafn, eftirnafn, netfang eða stöðu innan fyrirtækisins.  


Þarftu frekari aðstoð? Hafðu samband Hafðu samband