Mismunandi stig stjórnenda
Í Dokobit portal getur eigandi fyrirtækjaaðgangs eða stjórnandi sem hefur fullan aðgang ( full réttindi) , breytt stigi annara stjórnenda og þ.a.l. aðgangi þeirra að gögnum fyrirtækisins. Þú hefur nú möguleika á að ákveða hverjir innan fyrirtækisins eigi að hafa fullan aðgang, takmarkaðan aðgang eða engan aðgang að gögnum fyrirtækisins.
Athugið: Þessi möguleiki er eingöngu fyrir áskriftarleiðina Fyrirtæki og Stærri félög
Valmöguleikar fyrir aðgang að gögnum fyrirtækis.
- Fullur aðgangur - stjórnandi sem fær fullan aðgang að gögnum fyrritækisins hefur aðgang að öllum gögnum allra notenda innan fyrirtækjaaðgangs (getur séð innihald skjala, getur hlaðið þeim niður, eytt þeim, breytt skjalaflokkum o.fl.), er með full stjórnendaréttindi (getur gert aðra notendur að stjórnendum, tekið stjórnendaréttindi frá notendum o.fl.) breytt eignarhaldi á skjölum og bætt við innsigli (ef innsigli hefur verið keypt).
- Takmarkaður aðgangur - stjórnandi sem er með takmarkaðan aðgang að gögnum fyrirtækisins hefur takmarkaðan aðgang að skjölum notenda innan fyrirtækjaaðgangs (getur breytt heiti skjala, eytt skjölum, virkjað undirritun án aðgangs, breytt tímafrestum, stigi undirskrifta og bætt við athugasemdum), séð tölulegar upplýsingar um notkun notenda, documents report, atburðarskrá, breytt sjálfvöldum stillingum fyrirtækis, breytt tengiliðum fyrirtækis (búið til sameiginlega tengilið og skjalflokka) og hefur að hluta stjórnendaréttindi (getur boðið notendum í teymið og eytt þeim).
- Enginn aðgangur - stjórnandi sem er ekki með aðgang að gögnum fyrirtækisins getur séð tölulegar upplýsingar um notkun fyrirtækisins, að hluta séð upplýsingar um atburðarskráningu, breytt sjálfvöldum stillingum fyrirtækis, breytt tengiliðum fyrirtækis (búið til sameiginlega tengiliði og skjalaflokka) og hefur að hluta stjórnendaréttindi ( getur boðið notendum í teymið og eytt þeim). Stjórnandi með engann aðgang getur ekki séð nein skjöl fyrirtækisins sem eru ekki hans eigin eða hafa ekki verið deilt með honum.
Athugið: Eigandi fyrirtækjaaðgangs mun alltaf hafa fullan aðgang að öllum gögnum fyrirtækisins.
Enginn aðgangur | Takmarkaður aðgangur | Fullur aðgangur | |
Aðgangur að gögnum fyrirtæksisins | |
||
Séð innihald skjala | ✓ | ||
Bætt við, fjarlægt eða breytt skjalaflokkum | ✓ |
||
Deilt skjali | ✓ |
||
Breytt heiti skjals | ✓ | ✓ | |
Eytt skjali | ✓ | ✓ | |
Breytt stillingu fyrir undirritun án aðgangs | ✓ | ✓ | |
Breytt tímafrest | ✓ | ✓ | |
Breytt stigi undirskrifta | ✓ | ✓ | |
Bætt við athugasemdum | ✓ | ✓ | |
Bætt við innsigli* | ✓ | ||
Hlaðið niður skjali | ✓ | ||
API skjölum**** | ✓ | ✓ | |
Skjalaflokkar | |
||
Breytt sameiginlegum skjalaflokkum | ✓ | ||
Stýring notenda | |
||
Að breyta notanda í stjórnanda | ✓ | ||
Að færa stjórnanda niður í almennan notanda | ✓ | ||
Aðgangur að skjölum notenda | Að hluta** | ✓ | |
Að bjóða notanda í teymi | ✓ | ✓ | ✓ |
Fjarlægja notanda úr teymi | ✓ | ✓ | ✓ |
Eyða notanda | ✓ | ✓ | ✓ |
Stýring gagna fyrirtækis | |
|
|
Sjá skýrslur yfir notkun | ✓ | ✓ | ✓ |
Sjá skýrslur yfir skjöl fyrirtækis | ✓ | ✓ | ✓ |
Sjá atburðarskrá fyrirtækis | Að hluta*** | ✓ | ✓ |
Breyta sjálfvöldum stillingum | ✓ | ✓ | ✓ |
Stýring tengiliða | |
||
Stýring tengiliðaskráar | ✓ | ✓ | ✓ |
Búa til sameiginlega tengiliði | ✓ | ✓ | ✓ |
Búa til sameiginlega skjalaflokka | ✓ | ✓ | ✓ |
* Þessi eiginleiki er virkur ef fyrirtæki hefur látið setja upp innsigli.
** Notandi með takmarkaðan aðgang getur séð skjöl sem tilheyra öðrum notendum en getur ekki séð innihald skjalanna, deilt eða hlaðið niður skjölunum, bætt við, breytt eða fjarlægt skjalaflokka.
*** Notandi með engan aðgang að gögnum fyrirtækis mun geta séð atburðarskrá en mun þó eingöngu geta séð breytingar tengdum notendum eða breytingar á þjónustuleiðum eða greiðsluupplýsingum. Notandinn getur ekki séð aðgerðir annara notenda þegar kemur að skjölum.
**** Í boði fyrir Portal API og Universal API innleiðingu.
Til að stilla aðgengi fyrir stjórnendur.
1. Skráðu þig inn í Dokobit portal, smelltu á Stillingar - tannhjólið efst í hægra horninu, eða smelltu á nafnið þitt frá listanum sem birtist og veldu stillingar.
eða
2. Smelltu á flipann Notendastýring.
3. Sjáðu lista yfir notendur og veldu þann notanda sem þú vilt gera að stjórnanda. Smelltu á Aðgerðir, lengst til hægri og veldu Gera að stjórnanda.
4. Þú munt nú geta valið hversu mikið aðgengi að gögnum þessi stjórnandi á að hafa. Veldu viðeigandi valmöguleika og smelltu á Halda áfram.
5. Staðfestu aðgerðina með því að smella á staðfesta.
6. Ef þú vilt breyta aðgengi stjórnenda smelltu á Aðgerðir og veldu Breyta aðgengi stjórnanda.