Sjálfvaldar stillingar fyrirtækjaaðgangs

Í Dokobit Portal geta aðilar í áskriftarleiðum  "Fyrirtæki" og "Stærri Félög" sem hafa stjórnendaréttindi sett sjálfvaldar stillingar sem eiga þá við alla notendur fyrirtækisins og geta valið hvort notendur hafi möguleika á að breyta stillingunni eða ekki. Þessar sjálfvöldu stillingar munu eiga við um alla notendur innan fyrirtækisins. 

1. Skráðu þig inn í Dokobit Portal og smelltu á "Gögn fyrirtækisins" sem er staðsett efst á síðunni, fyrir miðju. 

2. Smelltu á flipann "Stillingar fyrirtækis". 

3. Til að breyta stillingunni, veldu "Breyta". 

4. Þar sem stendur "Sjálfvalin stilling" getur þú valið hvort kennitölur notenda verði sýnilegar í undirskriftarmerkinu sem birtist á skjalinu sjálfu eða ekki. Smelltu á gluggann og veldu það sem þú kýst.  

5. Því næst getur þú valið hvort þú viljir hafa þann möguleika opinn fyrir þína notendur að þeir breyti þessum eiginleika eða ekki. Til að staðfesta valið þitt, smelltu á "Vista". 

6. Ef þú velur "Ekki leyfa að breyta" geta notendur í þínu fyrirtæki ekki breytt þessari stillingu eftir þörfum. Þegar þeir hlaða upp skjali mun boxið "Birta kennitölur á rafrænum undirskriftum" vera óvirkt, og eini möguleikinn til þess að breyta þessu er að stjórnandi breyti þessari stillingu í sínum aðgangi. 

7. Ef þú velur "Leyfa að breyta" geta notendur þýnir valið um hvort þeir vilja að kennitölur birtist eða ekki með því að haka við boxið hverju sinni sem þeir hlaða upp skjali. Sú stilling sem þú hefur valið mun samt vera sjálfvalin í upphafi en notendur geta breytt henni ef þeir þurfa. 

8. Stjórnandi fyrirtækjaaðgangs getur breytt sjálfvöldum stillingum fyrirtækis hvenær sem er. 

Sjálfvalin stilling fyrir ábyrgðarþrep í staðfestingarþjónustu

Ef eigandi fyrirtækjareiknings hefur opnað fyrir ábyrgðarþrepið Hærri ábyrgð (valmöguleiki sem kemur upp þegar smellt er á Staðfestingar efst til vinstri og valið er að hlaða skjali upp) getur hann, og allir notendur sem hafa stjórnendaréttindi, fest sjálfvalda stillingu fyrir ábyrgðarþrep fyrir alla notendur fyrirtækjareikningsins. Athugið: ef Gunnábyrgð er sett sem sjálfvalin stilling getur eingöngu eigandi fyrirtækjareikningsins valið Hærri ábyrgð. 

Athugið: ef Hærri ábyrgð hefur ekki verið virkjuð munu notendur fyrirtækjaaðgangsins eingöngu geta valið Grunnábyrgð. Undir sjálfvaldara stillingar fyrirtækis mun ábyrgðarþrepið Hærri ábyrgð ekki vera sýnileg. 


9. Til þess að breyta sjálfvöldum stillingum, smelltu á "Breyta".

12. Undir "Sjálfvalin stilling" getur þú valið þrep fyrir ábyrgð sem verður þá sett sem föst stilling fyrir alla notendur fyrirtækjaaðgangsins þegar skjölum er hlaðið upp til sannreyningar. Þú getur valið um Grunnábyrgð eða Hærri ábyrgð. Smelltu á viðeigandi reit og veldu það sem hentar þínu fyrirtæki. 

13. Þú getur síðan valið hvort notendur geti breytt þessari stillingu eða ekki. Smelltu á "Vista" til þess að staðfesta breytinguna.   

14. Ef þú velur "Ekki leyfa að breyta" geta notendur ekki breytt þessari stillingu sem þú hefur valið. Þegar notendur hlaða upp skjali til sannreyningar, munu þeir eingöngu geta valið það þrep sem eigandi aðgangsins hefur valið. Athugið: lokað verður fyrir möguleikann að velja annað ábyrgðarþrep.

15. Ef það hefur verið valið "Leyfa að breyta" munu notendur fá valmöguleikann að velja á milli ábyrgðarþrepa þrátt fyrir að annað ábyrgðarþrepið hafi verið fest sem sjálfvalin stilling. 

16. Eigandi fyrirtækjaaðgangs getur breytt sjálfvöldum stillingum hvenær sem er. 


Sjálfvalin stilling fyrir skjalasniðmát

17. Til að breyta stillingunni, veldu "Breyta". 

18. Undir "Sjálfvalin stilling" færðu möguleikann að festa það skjalasniðmát sem þú vilt að notendur velji. Þú getur valið á milli PDF, ASiC, ADoc (CeDOC, BeDOC), BDoc, og EDoc skjalasniðmáts. Smelltu á viðeigandi reit og veldur þá stillingu sem hentar þínu fyrirtæki. Smelltu á "Vista" til þess að staðfesta breytinguna.  

Athugið: þegar kemur að skjalasniðmáti færðu ekki upp valmöguleikann "Ekki leyfa að breyta". Valið skjalasniðmát verður sett sem sjálfvalin stilling en notendur munu alltaf hafa möguleikann á að breyta skjalasniðmáti þegar þeir hlaða upp skjali. 


Sjálfvalin stilling fyrir staðsetningu undirskriftar

  1. Til þess að stilla sjálfvaldar stillingar smelltu á "Breyta". 

  1. Í yfirlitinu yfir "Sjálfvaldar stillingar" færðu upp valmöguleikann að velja hvaða staðsetning fyrir undirskriftir eigi að vera sjálfvalin fyrir alla notendur innan fyrirtækisins. Þú getur valið um hvort undirskriftir á PDF skjölum eigi að birtast efst á fyrstu eða öftustu síðu skjalsins eða neðst á fyrstu eða öftustu síðu, eða hvort það eigi ekki að birtast neinar undirskriftir á skjölunum. Smelltu á reitinn og veldu það sem hentar þér. Til þess að staðfesta aðgerðinna smelltu á "Vista".  

Athugið: þú færð ekki upp valmöguleikann að "Leyfa að Breyta" eða "Ekki leyfa að breyta". Þessi staðsetning sem þú velur fyrir undirskriftirnar verða sjálfvaldar fyrir alla notendur innan fyrirtækis en þeir munu hafa möguleikann á að breyta staðsetningunni ef þeir þurfa þess. 

Sjálfvalin stilling fyrir stig undirskrifta

21. Til að breyta sjálfvalinni stillingu, smelltu á "Breyta". 

22. Þú munt nú geta breytt þeim stillingum sem þú þarft, þar á meðal stigi undirskrifta, fyrir alla notendur innan fyrirtækisins. Þú getur valið hvort þú vilt að einungis Fullgildar rafrænar undirskriftir séu viðurkenndar eða bæði Fullgildar og Útfærðar rafrænar undirskriftir. 

23. Því næst getur þú valið hvort þú viljir leyfa þínum notendum að breyta þessari stillingu eða ekki. Til þess að vista breytinguna, smelltu á "Vista". 

24. Ef þú velur "Ekki leyfa að breyta" geta notendur innan fyrirtækisins ekki breytt þessari stillingu sjálfir. Þegar þeir hlaða inn skjali geta þeir ekki smellt á "Breyta" hnappinn við hlið "Leyfðar rafrænar undirskriftir" og þeir verða að gangast undir það sem eigandi reikningsins hefur ákveðið. 

25. Ef þú hefur valið "Leyfa að breyta", munu notendur geta smellt á "Breyta" við hlið "Leyfðar rafrænar undirskriftir" og breytt þessari stillingu sjálfir. 

Þarftu frekari aðstoð? Hafðu samband Hafðu samband