Mismunandi þjónustuleiðir

Þú getur haft mismunandi þjónustuleiðir í Dokobit portal. 
  • Fríáskrift (ókeypis aðgangur) - allir notendur geta verið með einn frían aðgang í Dokobit portal. Með þessum aðgangi er hægt að nota sömu eiginleika og í fyrirtækjaáskrift (hlaða upp skjali, undirrita, deila skjali til undirritunar og skoðunar, búið til skjalaflokka, búið til tengiliðaskrá, sannreynt skjöl o.fl.) með þeim takmörkunum sem eiga við um aðganga þar sem þörf er á fleiri notendum. Fríáskrift veitir 3 fríar undirskriftir og 3 fríar sannreyningar í hverjum mánuði og þú getur vistað skjöl allt að 100MB. 
  • Fyrirtækjaáskrift - notandi sem hefur staðfest beiðni um að tengjast fyrirtækjaaðgangi í Dokobit portal. Notandi hefur móttekið boð um að ganga inn í teymi fyrirtækis sem hann getur hafnað eða samþykkt. Notandi sem er í fyrirtækjaáskrift hefur aðgang að fullri virkni Dokobit portal en þjónusta fer eftir þeirri þjónustuleið sem fyrirtæki hefur valið. Allar upplýsingar og gögn í þessum aðgangi eru eign fyrirtækisins. Athugið: við mælum með að blanda ekki saman prívat aðgangi og fyrirtækjaaðgangi í Dokobit portal.
  • Eigandi - notandi sem er ábyrgur fyrir fyrirtækjaaðgangi og öllum notendum innan hans. Það eru tvær leiðir til þess að verða Eigandi fyrirtækjaaðgangs: 1) að kaupa greidda áskriftarleið sjálf/ur og verða sjálfkrafa eigandi fyrirtækjaaðgangs eða 2) að eignarhald fyrirtækjaaðgangs verði flutt yfir á þig af fyrri eiganda. Eigandi er sá sem býður öðrum notendum að tengjast teymi fyrirtækis, getur eytt og fjarlægt notendur úr teymi, hefur aðgang að öllum gögnum notenda, getur séð reikninga, uppfært eða sagt upp þjónustuleið sem var í upphafi valin. 
  • Stjórnandi - notandi innan fyrirtækjaaðgangs sem hefur fengið stjórnendaréttindi af eiganda fyrirtækjaaðgangs eða öðrum stjórnanda. Þessi notandi hefur sama aðgengi að gögnum og eigandi, nema hann getur ekki blokkað eða eytt aðgangi eigandans og getur ekki breytt þjónustuleið, greiðsluupplýsingum og upplýsingum um fyrirtækið. Athugið: fyrirtæki í áskriftarleiðinni Stærri félög eru með viðbótareiginleika sem gerir þeim kleift að veita notendum mismunandi stjórnendaréttindi. Lestu meira um þennan eiginleika hér: Mismunandi stig stjórnenda.

Til þess að skipta um aðganga þegar þú hefur skráð þig inn í Dokobit portal

1. Smelltu á nafnið þitt sem er staðsett efst til hægri á skjánum þar til listi birtist.  

2.Ef þú sérð "Skipta um reikning" valmöguleika í listanum, smelltu á örina til þess að opna listann. Athugið: þetta skref er eingöngu nauðsynlegt ef þú ert með fleiri en þrjá aðganga. 

3. Smelltu á þann aðgang sem þú vilt fara inn í. Næst þegar þú skráir þig inn í Dokobit portal skráist þú sjálfkrafa inn á þann reikning sem þú notaðir síðast.  

4. Ef einhver deilir skjali með þér með því að nota eingöngu kennitölu mun skjalið birtast í skjalalistanum í þeim aðgangi sem þú notaðir síðast. 


Til þess að auðvelda þér að finna réttan aðgang getur þú nefnt aðgangana þína með nafni fyrirtækjanna sem þeir tilheyra. 

5. Smelltu á nafnið þitt sem er staðsett efst til hægri á skjánum þar til listinn birtist. 

6. Smelltu á þann aðgang sem þú vilt endurnefna.  

7. Smelltu á "Stillingar" (tannhjólið við hliðina á nafninu þínu) eða smelltu á nafnið þitt aftur og veldu "Stillingar". 

8. Smelltu á Mínar upplýsingar.


9. Hér er hægt að breyta eftirfarandi upplýsingum og vista. Fylltu inn í reitinn "Nafn fyrirtækis" og smelltu á "Vista" (þú getur líka fyllt inn aðrar nauðsynlegar upplýsingar).   

10. Athugið: ef nafn fyrirtækis er sett inn þá kemur það nafn í tölvupóstum sem aðilar fá þegar þeim er boðið að undirrita skjal frá þér. 

Þarftu frekari aðstoð? Hafðu samband Hafðu samband