Þjónustuleiðin mín og greiðsluupplýsingar

Í flipanum fyrir greiðslur getur þú séð yfirlit yfir þær áskriftir sem þú hefur. Þú getur einnig bætt við notendum undir þinn aðgang ef þú ert með "Fyrirtækja" aðgang, hætt við kaup á áskrift, yfirfarið og hlaðið niður reikningum, breytt núverandi greiðsluupplýsingum og bætt við eða eytt út upplýsingum um greiðslukort. Sýnin mun breytast eftir því hvers konar aðgang þú hefur, fríaðgang, fyrirtækjaaðgang, ert eigandi aðgangs eða sjórnandi fyrirtækjaaðgangs. 

Athugið: Vinsamlegast uppfærðu persónuupplýsingar og greiðsluupplýsingar undir "Stillingum" áður en þú kaupir áskrift. Reikningar myndast sjálfkrafa eftir kaup og birtast upplýsingar um kaupin í aðgangi notanda. 

Í þessari grein:
Til að yfirfara áskriftir þínar og upplýsingar um reikninga

1. Skráðu þig inn í Dokobit portal, smelltu á "Stillingar" -  tannhjólið, sem er staðsett efst á skjánum til hægri, eða smelltu á nafnið þitt og finndu "Stillingar" í listanum sem birtist.

 eða

2. Opnaðu flipann "Greiðslur". 

3. í "Yfirlitinu" getur þú séð upplýsingar um:  

  • Þín þjónustuleið - sú þjónustuleið sem þú hefur valið; 
  • Aðgangar - hversu marga aðganga þú hefur keypt; 
  • Gildistími þjónustutímabils - hversu lengi þjónustuleiðin þín er gild; 
  • Mánaðarlegt þjónustutímabil endurstillist - þessi dagsetning segir til um það hvenær stillingarnar þínar eins og t.d. fyrir undirskriftir, endurstillist. Athugið: Fjöldi undirskrifta endurstillist á 30 daga fresti eftir því hvaða dagsetningu þú pantaðir þjónustuna. 
  • Skjalavistun  - hversu mikið gagnarými þú hefur notað og hversu mikið þú átt eftir. 
  • Notendur - hversu marga notendur þú hefur (þú hefur borgað fyrir) og hversu margir eru tengdir fyrirtækjaaðganginum þínum (jafnvel þó þeir hafa einungis fengið boð um að tengjast og eru ekki búnir að samþykkja það ennþá). 
  • Undirskriftir í þessum mánuði - hversu margar undirskriftir þú hefur notað í þessum mánuði. 

4. Undir flipanum "Reikningar" getur þú séð: 

  • Alla reikningar sem hafa verið gefnir út vegna notkunnar á þjónustunni, dagsetninguna sem þeir voru gefnir út, upphæðina sem á að greiða, gjalddaga reiknings, stöðu á reikningi og með því að smella á "Hlaða niður" getur þú hlaðið niður reikningum á PDF skjali. 

Til að breyta greiðsluupplýsingum

5. Smelltu á "Breyta" við hlið "Greiðsluupplýsingar". 

6. Veldu annað hvort "Kaupa sem einstaklingur" eða "Kaupa sem fyrirtæki" og fylltu út í alla reitina. Reitirnir; "Nafn" eða "Nafn fyrirtækis", "Heimilisfang" og "Netfang fyrir reikninga" eru skilyrtir. Athugið: þetta eru upplýsingar sem koma fram á reikningunum. Þú getur einnig sett inn upplýsingar undir "Athugasemd á reikning" þar sem þú gætir sett inn nr. fyrir kaupunum eða aðrar mikilvægar upplýsingar sem þurfa að koma fram á reikningunum.


Til að breyta eða enda þjónustuleið

7. Undir "Þín þjónustuleið" í yfirlitinu, smelltu á "Uppfæra þjónustuleið". Þú getur þá keypt nýja þjónustuleið eða breytt þeirri þjónustuleið sem þú ert með nú þegar. 

8. Ef þú ert með "Fyrirtækja" aðgang, þá getur þú bætt við notendum með því að smella á "Bæta við notendum"  

9. Ef þú vilt binda enda á áskriftina þína smelltu á "Segja upp þjónustuleið" sem stendur við hlið "Gildistími þjónustutímabils". Eiginleikar þeirrar áskriftar sem þú hefur verið með hingað til verða ennþá í boði þar til gildistíminn rennur út samkvæmt dagsetningunni sem tekin er fram. 

10. Ef þú vilt fækka notendum í fyrirtækinu þínu, hafðu þá samband við okkur í tölvupósti.


Til að bæta við eða tengja greiðslukort við aðganginn þinn

11. Undir "Vistuð kreditkort" smelltu á "Tengja nýtt greiðslukort" og fylltu út allar nauðsynlegar upplýsingar. Vinsamlegast athugið að "Nafn korthafa" getur ekki verið lengra en 32 stafabil. Smelltu því næst á "Bæta við kreditkorti" til þess að ljúka við aðgerðina. Athugið: við tengingu kortsins skuldfærist 0,50 evrur af kortinu sem er síðan dregið frá upphæðinni á næsta reikningi. 

Athugið: Hægt er að tengja bæði debetkort og kreditkort sem greiðslukort í Dokobit portal. 


Til að fjarlægja eða aftengja greiðslukort við aðganginn þinn

12. Til þess að fjarlægja kort sem þú vilt ekki lengur nota, settu bendilinn yfir kortið og smelltu á ruslatunnuna sem birtist. Það er nauðsynlegt að hafa eitt kort tengt við reikninginn ef þú ert með áskrift í gangi að portalnum, en ekki fríaðgang. 

Þarftu frekari aðstoð? Hafðu samband Hafðu samband