Hvernig flyt ég eignarhald fyrirtækjaaðgangs yfir á annan notanda?
Í Dokobit Portal getur eigandi fyrirtækjaaðgangs fært eignarhald aðgangsins yfir á annan notanda innan fyrirtækisins ef þess krefst þörf.
Athugið: í þeim tilfellum þar sem eigandi aðgangsins er að hætta hjá fyrirtækinu ætti sá aðili að færa eignarhald yfir á annan notanda áður en hann lýkur störfum hjá fyrirtækinu.
Athugið: að flytja eignarhald yfir á annan notanda er varanleg og óafturkræf aðgerð. Eftir að eigandinn hefur flutt eignarhaldið yfir á einhvern annan missir hann öll réttindi og getur ekki tekið breytinguna tilbaka. Eingöngu sá sem hefur eignarhaldið getur flutt þau tilbaka á upphaflegan eiganda eða annan notanda ef þess krefst þörf.
1. Til þess að flytja eignarhald, skráðu þig inn í Dokobit Portal, smelltu á "Stillingar" -tannhjólið efst í hægra horninu eða smelltu á nafnið þitt og veldur "Stillingar" úr listanum.
eða
2. Veldu flipann "Notendur".
3. Í listanum yfir notendur, veldu þann notanda sem þú vilt færa eignarhaldið yfir á og smelltu á "Aðgerðir". Veldu næst "Flytja eignarhald".
4. Staðfestu aðgerðina með því að smella á "Já".
Athugið: í þeim tilfellum þar sem eigandi fyrirtækjaaðgangs getur ekki fært eignarhald aðgangsins sjálfur yfir á annan notanda (hann starfar ekki lengur hjá fyrirtækinu t.d.), þarf stjórnandi innan fyrirtækisins að hafa samband við okkur með því að skrifa okkur tölvupóst á hallo@dokobit.is fyrir frekari upplýsingar og aðstoð.