Hvernig á að búa til aðgang og skrá sig inn í Dokobit Portal?

Í Dokobit portal getur þú haft einn fríaðgang og fleiri greidda aðganga bæði sem einstaklings- og fyrirtækja aðgang.

Að stofna nýjan fríaðgang

1. Farðu á innskráningarsíðuna okkar og auðkenndu þig með rafrænum skilríkjum. Við styðjum nokkur form af rafrænum skilríkjum. Sjá neðar í leiðbeiningum hvernig nota má mismunandi skilríki. 

Rafræn skilríki á síma

1. 1. Sáðu inn farsímanúmerið þitt í reitinn þar sem stendur símanúmer og ýttu á „Staðfestið“. 

1. 2. Þú munt sjá öryggistölu birtast á vefsíðunni. Sama öryggistala mun birtast á símanum þínum. Vertu viss um að öryggistalan sé sú sama á báðum skjáum. Smelltu því næst á „OK“, sláðu inn pin-númerið þitt sem tilheyrir rafrænu skilríkjunum þínum. 

1. 3. Skjámyndin á símanum mun hverfa og þú færist yfir á innskráningarsíðuna á vefnum. 

Smart-ID (Á ekki við um Ísland eins og er)

1. 4. Til þess að nota Smart-ID í Dokobit portal, verður þú að vera með uppfærðan Smart-ID aðgang. 

1. 5. Veldu „Smart-ID“, veldu landið sem þú skráðir þig með, sláðu inn kennitöluna þína og ýttu á „Staðfesta“. 

1. 6. Þú munt sjá öryggistölu birtast á vefsíðunni. Sama öryggistala mun birtast á símanum þínum. Vertu viss um að öryggistalan sé sú sama á báðum skjáum. Smelltu því næst á „OK“, sláðu inn pin-númerið þitt sem þú notar með Smart-ID skilríkjunum þínum. 

1. 7. Skjámyndin á símanum mun hverfa og þú færist yfir á innskráningarsíðuna á vefnum. 

Rafræn skilríki á korti eða USB aðgangslykill

1. 8. Til þess að nota rafræn skilrík á korti eða USB aðgangslykil sem rafræn skilríki þarftu fyrst að setja þetta upp í tölvunni þinni (ítarlegri upplýsingar er hægt að finna hér). 

1. 9. Veldu „Rafræn skilríki á korti“ eða „USB aðgangslykill“ og veldu það land þar sem skilríkin voru gefin út. 

1. 10. Af listanum yfir rafræn skilríki vinsamlegastu veldu rétt skilríki (fyrir auðkenningu eða fyrir undirritun) og sláðu inn pin-númerið þitt. 

1. 11. Þú færist núna yfir á innskráningarsíðuna á vefnum.

2. Þegar þú hefur auðkennt þig færist þú yfir á næsta skref nýskráningarinnar. Í nýja glugganum ertu beðinn um að slá inn netfangið þitt tvisvar vegna öryggisráðstafana. Vinsamlegast lestu og samþykktu skilmálana okkar og ýttu á „Nýskrá“ til þess að halda áfram. Ef þú hefur áhuga á að fylgjast með nýjungum og fréttum af Dokobit getur þú hakað í boxið að fá fréttabréf. 

Athugið: vinsamlegast notaðu netfang sem tilheyrir þér. 

3. Staðfestingarpóstur verður nú sendur til þín í tölvupósti. 

4. Smelltu á „Staðfesta“  í staðfestingarpóstinum. Ef þú fékkst ekki staðfestingarpóst, athugaðu þá hvort að rétt netfang hafi verið slegið inn; athugaðu mögulega ruslpóstinn þinn til þess að vera viss um að þetta lenti ekki þar; hinkraðu augnablik og ef þú færð samt ekki staðfestingarpóstinn, hafðu þá samband við okkur og við munum aðstoða þig við að ljúka nýskráningarferlinu. 


Ef þú hefur nú þegar fríaðgang og vilt virkja annan aðgang, þá getur þú skráð þig fyrir ótakmarkað mörgum greiddum aðgöngum. 

Að skrá greiddan aðgang

5. Farðu á innskráningarsíðuna okkar og staðfestu þig með því að nota eina af studdu rafrænu auðkenningarleiðunum.  

6. Þegar auðkenningin er staðfest muntu sjá hnappinn „Register Premium Account“. Sláðu inn netfangið þitt (endurtaktu þetta vegna öryggisráðstafana), samþykktu skilmálana okkar og ýttu á „Nýskrá“ til að halda áfram. 

7. Staðfestingarpóstur verður núna sendur á netfangið þitt. 

8. Smelltu á „Staðfesta“ í staðfestingarpóstinum. Ef þú fékkst ekki staðfestingarpóst, athugaðu þá hvort að rétt netfang hafi verið slegið inn; athugaðu mögulega ruslpóstinn þinn til þess að vera viss um að þetta lenti ekki þar; hinkraðu augnablik og ef þú færð samt ekki staðfestingarpóstinn, hafðu þá samband við okkur og við munum aðstoða þig við að ljúka nýskráningarferlinu. 

9. Þú færist nú yfir á greiðslusíðuna þar sem þú getur valið þá áskriftarleið sem hentar þér eða þínu fyrirtæki. 

10. Þú munt ekki geta notað aðganginn þinn fyrr en greiðsluupplýsingar hafa verið uppfærðar. 


Innskráning í Dokobit Portal

11. Farðu á innskráningarsíðuna.

12. Auðkenndu þig með þeim rafrænu skilríkjum sem þú ert með (Rafræn skilríki á síma, Smart-ID, Rafræn skilríki á korti eða USB aðgangslykli).

13. Þegar auðkenningin hefur átt sér stað tengist þú við Dokobit Portal. 

14. Ef þú ert með fleiri en einn aðgang að Dokobit Portal, tengist þú við þann aðgang sem þú notaðir síðast. 

Þarftu frekari aðstoð? Hafðu samband Hafðu samband