Hvernig á að sannreyna rafrænt undirritað skjal?

Dokobit er eIDAS vottaður traustþjónustuaðili fyrir staðfestingar á rafrænum undirskriftum og rafrænum innsiglum. Í Dokobit portal er einfalt að staðfesta rafrænt undirrituð og innsigluð skjöl og fá staðfestingarskýrslur. Með öðrum orðum getur þú staðfest lagalegt gildi undirskriftanna eða innsiglanna í samræmi við Evrópsku eIDAS reglugerðina  nr. 910/2014. Ítarlegri upplýsingar um eIDAS reglugerðina er hægt að lesa hér



Um þjónustuna

Samkvæmt eIDAS reglugerðinni er staðfesting skjala viðbótarþjónusta fyrir rafrænar undirskrifti og innsigli. Staðfesting (sannreyning á gildi undirskrifta/innsigla) sýnir fram á hvort undirskriftin eða innsiglið var gilt frá þeim tíma sem það var búið þar til staðfestingin fer fram. Með öðrum orðum þá er mikilvægt að staðfesta rafrænt undirrituð eða innsigluð skjöl sem þú móttekur frá ytri aðilum til að tryggja að undirskriftirnar eða innsiglin séu gild.  

Þú getur staðfest tvennskonar undirskriftir í staðfestingarþjónustu Dokobit - Útfærðar og Fullgildar. Útfærðar rafrænar undirskriftir og innsigli með Fullgildu vottorði eru metin sterk sönnunargögn í dómsmálum en Fullgildar rafrænar undirskriftir standast hæstu kröfur og staðla eIDAS reglugerðarinnar og hafa því óvéfengjanleg réttaráhrif.  

Í Dokobit portal getur þú valið hvort þú samþykkir bæði Útfærðar og Fullgildar rafrænar undirskriftir og innsigli í skjalinu sem þú staðfestir eða eingöngu Fullgildar rafrænar undirskriftir og innsigli. Með því að velja fyrri valmöguleikann, ertu að velja stefnu með vægari kröfum þar sem Útfærðar rafrænar undirskriftir eru einnig teknar gildar en með því að velja seinni valmöguleikann ertu að setja strangari stefnu þar sem eingöngu Fullgildar rafrænar undirskriftir eru metnar gildar. Þú getur sannreynt öll skjöl sem hafa verið undirrituð með skilríkjum útgefin innan Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins. 

Sem Fullgildur Traustþjónustuveitandi berum við fulla ábyrgð á niðurstöðum staðfestingarskýrslunnar sem við veitum og bjóðum upp á ábyrgðartryggingu ef upp kemur ósamræmi sem veldur tjóni. Þetta þýðir að þú getur valið milli ólíkra ábyrgðarþrepa eftir þínum þörfum. Í portalnum finnur þú tvö mismunandi þrep; Grunnábyrgð og Hærri ábyrgð. Grunnábyrgð er rétt fyrir þig ef lágmarkstrygging er nægjanleg, til dæmis ef það eru litlar líkur á því að upp komi ágreiningur um gildi rafrænu undirskriftirnar eða innsiglin. Hærri ábyrgð ætti að verða fyrir valinu þegar þörf er á hærri tryggingu, til dæmis þegar þýðingarmikil skjöl eru staðfest og tjón af völdum rangra niðurstaða gæti orðið umtalsvert.

Athugið: Hærri ábyrgð er eingöngu í boði í áskriftarleiðunum Fyrirtæki og Stærri félög og kostar hver staðfesting með Hærri ábyrgð 73 kr + VSK. 

Þú getur fundið ítarlegri upplýsingar um staðfestingar á rafrænt undirrituðum og innsigluðum skjölum hér.


Að sannreyna skjal
  1. Skráðu þig inn í Dokobit portal og smelltu á "Staðfestingar" efst á síðunni.

  1. Smelltu á "Sannreyna skjal".

Ef þú hefur ekki nú þegar hlaðið upp skjali til sannreyningar muntu sjá skilaboðin "Engar staðfestingar enn". 

Ef þetta er ekki fyrsta skjalið muntu sjá lista yfir þau skjöl sem þú hefur áður sannreynt.

3. Það eru þrjár mismunandi leiðir til þess að hlaða upp skjali til sannreyningar: þú getur dregið skjalið inn á gráa upphlaðingarsvæði, þú getur smellt á fletinn eða smellt á hnappinn "Úr tölvu" til þess að finna skjalið og hlaða því þannig inn frá tölvunni þinni. 

Athugið: þú getur eingöngu hlaðið upp einu skjali í einu.  

4. Staðfestingarstefna þýðir stefna fyrir öryggisstig undirskrifta og innsigla. Þetta þýðir að þú getur valið hvaða stig rafrænna undirskrifta og innsigla þú samþykkir sem gild. Hægt er að velja að samþykkja bæði Fullgildar og Útfærðar rafrænar undirskriftir eða eingöngu Fullgildar rafrænar undirskriftir. 

5. Ábyrgðarþrep eru tvennskonar; Grunnábyrgð og Hærri ábyrgð. Ábyrgðarþrepin tilgreina hversu mikla ábyrgð Dokobit veitir, sem Fullgildur Traustþjónustuveitandi, fyrir niðurstöður staðfestingarskýrslunnar sem er framkölluð í kerfinu. 

Athugið: til þess að velja hærri ábyrgð þarf fyrst að virkja þá stillingu í kerfinu. Eingöngu eigandi fyrirtækjaaðgangsins getur virkjað ábyrgðarþrepið Hærri ábyrgð. Þegar búið er að virkja hærri ábyrgð er einnig hægt að stilla hvort undirnotendur geti notað þetta ábyrgðarþrep eða ekki, undir sjálfvöldum stillingum. Ítarlegri upplýsingar er hægt að finna hér: Sjálfvaldar stillingar fyrirtækjaaðgangs.

6. Smelltu á "Sannreyna".

7. Vinsamlegast hinkraðu á meðan við búum til staðfestingarskýrsluna þína. 


Hvernig á að lesa staðfestingarskýrslu?

8. Þegar staðfestingarskýrslan er tilbúin, opnast hún sjálfkrafa og þú getur lesið hana strax.  

9. Í "Yfirlitinu" getur þú séð hvort undirskriftirnar og innsiglin í skjalinu séu gild, staðfestingartímann og hvaða staðfestingarstefna var valin fyrir skjalið. 

10. Undir "Undirskriftir" birtast allar undirskriftir sem eru í skjalinu. Til þess að sjá ítarlegri upplýsingar um hverja undirskrift smellir þú á þá undirskrift sem þú vilt skoða betur.  


11. Undir "Nánari upplýsingar" finnur þú ítarlegri upplýsingar eins og Númer staðfestingarskýrslunnar, hakkagildið fyrir staðfest skjal og ábyrgðarþrepið sem var valið fyrir þessa staðfestingarskýrslu. Þú munt einnig geta hlaðið niður greiningargögnum á XML-sniði og ítarlegri staðfestingarskýrslu. 


Hvernig á að hlaða niður staðfestingarskýrslu?

12. Þegar staðfestingarskýrslan er búin til opnast hún sjálfkrafa og þú getur strax hlaðið henni niður. Til þess að hlaða skýrslunni niður í tölvuna þína smellir þú á "Sækja skýrslu" efst í hægra horninu.  

13. Þú getur einnig hlaðið niður ítarlegri staðfestingarskýrslu. Veldu "Nánari upplýsingar" og smelltu á "Sækja ítarlega skýrslu". 

Þarftu frekari aðstoð? Hafðu samband Hafðu samband