Hvernig á að sannreyna rafrænt undirritað skjal?

Í Dokobit portal er einfalt að sannreyna rafrænt undirrituð skjöl (t.d undirrituð í öðru kerfi, móttekið frá erlendum viðskiptavini með tölvupóst o.þ.h.). Með öðrum orðum, þú getur staðfest lögmæti undirskriftarinnar og hvort þær samræmist eIDAS (ESB) reglugerð nr. 910/2014. Frekari upplýsingar um reglugerðina er hægt að finna hér

Hægt er að sannreyna tvær gerðir af rafrænum undirskriftum - útfærðar og fullgildar.

Fullgildar - jafngildar handskrifuðum undirskriftum. 

Útfærðar - byggðar á löggiltu vottorði og hafa lagalegt gildi sem sönnunargagn í lagalegum málaferlum. 

Hægt er að velja hvort sannreyna eigi og taka gildar bæði útfærðar og fullgildar rafrænar undirskriftir eða bara fullgildar rafrænar undirskriftir í Dokobit portal. Ef fyrri valmöguleikinn er valinn er staðfestingarferlið ekki eins strangt þar sem útfærðar rafrænar undirskriftir verða skilgreyndar sem gildar. Seinni valmöguleikinn er strangari þar sem einungis fullgildar rafrænar undirskriftir eru teknar gildar. Þú getur sannreynt undirskriftir á skjölum sem eru studd með vottorðum gefin út af hvaða ríki sem er í Evrópusambandinu og á Evrópska efnahagssvæðinu. 

Að sannreyna skjal

1. Skráðu þig inn í Dokobit portal og smelltu á "Sannreyna skjal" efst á síðunni.

2. Veldu staðfestingarstefnu - hvort þú ætlar að sannreyna bæði útfærðar og fullgildar rafrænar undirskriftir eða einungis fullgildar rafrænar undirskriftir.

3. Það eru tvær leiðir til þess að hlaða inn skjali. Þú getur dregið skjalið inn á innhlaðingarsvæðið eða valið úr tölvu. 

4. Þegar þú hefur hlaðið inn skjalinu getur þú séð upplýsingar um staðfestinguna

  • Liður nr. 1 veitir almennar upplýsingar svo sem hvort rafrænu undirskriftirnar séu gildar, heiti skjalsins og skjalasnið. 
  • Liður nr. 2 staðfestir innihald skjalsins. Ef þetta er PDF skjal þá getur þú skoðað það með því að smella á heiti skjalsins. 
  • LIður nr. 3 sýnir lista af aðilum sem hafa undirritað þetta skjal. Með því að smella á bláu örina við hlið nafn aðilans getur þú skoðað rafrænu skirlíkin á bakvið rafrænu undirskriftina. 
  • Smelltu á "Undirrita" í lið nr. 4 ef þú vilt undirrita þetta skjal sjálf/ur. 

5. Þú getur einnig hlaðið niður skjali sem geymir ítarlegri upplýsingar um rafrænu undirskriftirnar sem kallast "Staðfestingarblað". Þú finnur það fyrir ofan lið nr. 1 á síðunni. Staðfestingarblaðið mun opnast í nýjum glugga og er hægt að prenta það út eða hlaða því niður.

Þarftu frekari aðstoð? Hafðu samband Hafðu samband