Samþykktir

Samþykki er formleg staðfesting á innihaldi skjals af réttum aðila. Samþykktir geta haft mismunandi lagalegan skilning á milli fyrirtækja og þarf að skilgreina með innri stefnu þeirra fyrirtækja sem nota þær. 

Þessi eiginleiki er eingöngu í boði fyrir aðila með fyrirtækja aðgang. 


Til þess að óska eftir samþykki frá aðila. 

1. Þegar þú hleður upp skjali í Dokobit portal, breyttu hlutverki aðila í "Samþykki".

2. Aðilinn sem þú óskaðir eftir að myndi samþykkja skjalið mun fá tilkynningu í tölvupósti og sjá skjalið í skjalalistanum. 

3. Þegar skjalinu hefur verið hlaðið upp getur þú einnig breytt hlutverki aðila með aðgangsstýringu skjala. 


Að samþykkja eða hafna skjali

5. Opnaðu skjali sem þú hlóðst upp eða þér var boðið að samþykkja og smelltu á "Samþykkja" efst á síðunni. 

6. Þú færist neðst á síðuna. Smelltu á "Samþykkja" neðst á síðunni og staðfestu aðgerðina einu sinni enn. Athugið: þú getur ekki tekið tilbaka samþykki þegar þú hefur staðfest aðgerðina.  

7. Þegar þú hefur samþykkt skjalið muntu sjá upplýsingar um samþykki við hlið nafnsins þíns.  

8. Ef þú vilt ekki samþykkja skjalið, farðu þá neðst á síðuna og veldu "Hafna samþykki". Gluggi mun birtast þar sem þú getur skrifað ástæðu fyrir því hvers vegna þú hafnar skjalinu.  

9. Aðrir þátttakendur munu sjá upplýsingar um höfnun skjals við hlið nafnsins þíns. 

Athugaðu að undirritunarferlinu getur verið fram haldið jafnvel þó þú hafir hafnað að samþykkja skjalið og lokastaða undirritunar á skjali mun velta á ákvörðun annara þátttakenda. 

10. Þú getur breytt afstöðu þinni um að hafna skjalinu ef þú hefur óvart smellt á "Hafna samþykki". Opnaðu skjalið, farðu neðst á síðuna og smelltu á "Samþykkja samt".

11. Eftir að þú hefur samþykkt skjalið munu upplýsingarnar sem áður stóðu við hlið nafnsins þíns um höfnun skjals hverfa. Athugið: þú getur ekki tekið samþykkið tilbaka eftir að þú ert búin að ljúka ferlinu og hefur samþykkt skjalið.  

Þarftu frekari aðstoð? Hafðu samband Hafðu samband