Atburðarskrá
Þegar skjali hefur verið hlaðið inn getur þú séð allar aðgerðir sem hafa verið framkvæmdar tengt því inni í Dokobit portal. Í Atburðarskránni getur þú séð hver og hvenær:
- Hóf undirritunarferli;
- Opnaði og las yfir skjalið;
- Undirritaði skjalið (þú getur einnig séð hvaða rafrænu skilríki viðkomandi notaði við undirritun);
- Bauð notanda að undirrita;
- Gaf eða tók frá aðila aðgang að skjali;
- Skrifaði athugasemd;
- Hlóð niður skjali;
- Breytti nafni á skjali;
- Breytti eða fjarlægði tímafrest.
Til þess að skoða atburðarskrá
1. Opnaðu skjal úr skjalalistanum þínum.
2. Smelltu á flýtihnappinn "Atburðarskrá" í aðgerðarstikunni efst á síðunni eða farðu neðar á síðuna þar sem þú finnur lið nr. 4. Aðgerðir.
3. Opnaðu "Atburðarskrá"
4. Smelltu á hnappinn "Sýna meira" til þess að stækka skránna.
Note: Free plan users can only see 4 most recent actions in audit trail.
Athugið: Aðilar í fríáskrift geta einungis séð síðustu 4 atburði í atburðarskránni.