Setja upp sérmerkt útlit fyrirtækis
Í Dokobit Portal stendur aðilum í áskriftarleiðunum "Fyrirtæki" og "Stærri félög" til boða að setja sitt mark á notendaupplifun með sérmerktu útliti fyrirtækis. Þessi valmöguleiki hefur verið til staðar í nokkurn tíma en nú höfum við betrumbætt hann og gert viðskiptavinum kleift að setja sjálfir inn Myndmerki og liti síns fyrirtækis í Dokobit portal aðganginum.
Í þessari grein:
Hvað felst í því að hafa sérmerkt útlit fyrirtækis?
Undirritunarboð sem berst með tölvupósti mun innihalda myndmerki og liti fyrirtækis.
Undirskrifarsíða sem ytri aðilar fá mun innihalda myndmerki og liti fyrirtækis.
Ef að undirskriftaraðilinn er með skráðan Dokobit aðgang, þá mun myndmerki fyrirtækis birtast við hlið skjalsins sem aðilinn fékk sent til sín.
Myndmerki fyrirtækis mun einnig birtast í portalnum þegar skjal sem var sent til undirskriftaraðilans er opnað.
Hvernig á að setja upp sérmerkt útlit fyrirtækis
Athugið:
- Þessi valmöguleiki er einungis í boði fyrir eigendur aðganga og aðila með stjórnendaréttindi í áskriftarleiðunum "Fyrirtæki" og "Stærri félög".
- Ef sérmerkt útlit fyrirtækis var nú þegar sett upp handvirkt af okkur þá mun þessi valmöguleiki ekki birtast ykkur. Vinsamlegast hafðu samband við okkur beint á netfangið hallo@dokobit.is ef þú vilt gera breytingar á núverandi sérmerktu útliti fyrirtækis eða þú hefur áhuga á því að finna út hvernig það er mögulegt að virkja þennan eiginleika í þínum aðgangi.
1. Efst á síðunni í portalnum smellir þú á tannhjólið(stillingar).
2. Vinstra megin á síðunni velur þú "Sérmerkt útlit fyrirtækis".
3. Ný síða mun birtast með valmöguleika á að sérsníða sérmerkt útlit fyrirtækisins. Þegar þú gerir breytingar á valmöguleikunum þá mun birtast forskoðun á þeim breytingum í rauntíma, sjá mynd.
Athugið:
Ef þú vilt breyta nafninu á fyrirtækinu (sem birtist í undirritunarboðinu), þá þarf að gera það í stillingum fyrir alla notendur fyrirtækisins. þú getur fundið upplýsingar um það hér hvernig þú ferð að því.
4. Undir felligluggan "Myndmerki" getur þú hlaðið upp myndmerki fyrirtækisins.
Athugið:
- Það er einungis hægt að hlaða upp PNG skrá.
- Skráin má ekki vera meira en 20MB.
- Leyfileg hæð myndmerkisins er á milli 20 - 600px.
5. Undir felliglugganum "Litir" getur þú sett upp aðallit fyrirtækis (þetta mun breyta útliti á hnöppum og öðrum sjónrænum þáttum þegar aðilar sem hafa ekki Dokobit aðgang undirrita skjöl), og mun einning breyta lit á hlekki og texta sem birtist í tölvupóstum.
6. Undir felliglugganum "Viðbótar stillingar" er mögulegt að breyta útliti hnappsins með því að velja mismunandi stærð horna, sjá myndir. Einnig er hægt að setja undirstrik á hlekk fyrir skjal.
Dæmi:
Eða
7. Þegar þú ert búin að breyta viðeigandi stillingum þá smellir þú á appelsínugula hnappinn "Vista breytingar".
Athugið:
Myndmerki fyrirtækisins mun birtast á nýjum og eldri skjölum og munum breytingarnar eiga við fyrir alla notendur í fyrirtækjateymi.