Sending skjala til aðila sem ekki hafa Dokobit aðgang

Í Dokobit portal getur þú boðið aðilum aðgengi að skjölum án þess að þeir þurfi að skrá sig sem notendur sjálfir. Þetta getur verið gagnlegt ef þú þarft að deila skjali með aðilum sem eru ekki enn komnir með aðgang að Dokobit portal. 

Athugið: Þessi eiginleiki er eingöngu mögulegur fyrir greidda aðganga. 


1. Þegar skjali hefur verið hlaðið upp og aðilum bætt við, í þrepi 4 "Aðrar stillingar", hakaðu í boxið "Leyfa undirritun eða móttöku skjals án Dokobit reiknings". Eftir að hafa smellt á "Senda" munu aðilar fá tölvupóst með boði um að lesa og/eða undirrita skjal.

Athugið: ef einhverjir þátttakendur eru ekki skráðir inn með kennitölu mun athugasemd birtast um að það verður ekki óskað eftir því að þeir auðkenni sig áður en þeir opna og lesa skjalið. Í þeim tilfellum opnast skjalið strax eftir að þeir smella á boð um að lesa og undirrita. Þú getur fundið meiri upplýsingar um öruggar gagnasendingar með auðkenningu hér.


Undirritunarferlið fyrir aðilum sem hefur verið boðið að undirrita

2. Frá tölvupóstinum færast aðilar beint í glugga sem sýnir skjalið sjálft í fullri stærð (þeir geta einnig hlaðið niður skjalinu til yfirlestrar ef það er ekki PDF skjal). Eftir að þeir hafa valið að undirrita, geta þeir auðkennt sig og undirritað með rafrænum skilríkjum án þess að skrá sig í Dokobit portal.  

3. Hægt er að hafna undirritun með því að smella á "Hafna" og birtist þá gluggi þar sem hægt er að tilgreina ástæðu höfnunar. 



Að vista undirritað skjal

4. Ef undirritandi hefur ekki aðgang í Dokobit portal, mun hlekkur á undirritaða skjalið vera sent á netfang undirritanda þegar allir aðilar hafa undirritað skjalið. Athugið: Ef undirritandi hefur aðgang að portalnum mun hann fá möguleikann á að vista skjalið beint frá sínum aðgangi.   

5. Þegar allir aðilar hafa undirritað skjalið með þessum hætti mun eigandi skjalsins fá tölvupóst með hlekk á undirritaða skjalið. Athugið: Aðeins eigandi skjalsins getur opnað hlekkinn og ekki er hægt að deila honum með öðrum aðilum.

Þarftu frekari aðstoð? Hafðu samband Hafðu samband