Hvernig undirrita ég skjal sem hefur verið deilt með mér?

Ef þú móttekur tölvupóst þar sem þú hefur verið beðin/n um að undirrita skjal í Dokobit portal og þú hefur ekki nú þegar stofnað þinn eigin aðgang, fylgdu þá leiðbeiningunum hér fyrir neðan um hvernig þú skráir þig og undirritar skjalið sem þú fékkst. 

Hvernig á að undirrita skjal sem hefur verið deilt með mér ef ég hef ekki aðgang í Dokobit Portal?

1. Smelltu á hnappinn "Lesa og undirrita" í tölvupóstinum sem þú fékkst. 

2. Auðkenndu þig með einum af auðkenningarleiðunum með rafrænum skilríkjum. Þú getur fundið frekari upplýsingar um auðkenningar með ólíkum auðkenningarleiðum hér

3. Þegar þú hefur auðkennt þig færist þú yfir á nýja síðu. Þar samþykkir þú skilmálana okkar og ýtir á "Nýskrá" til þess að halda áfram. 

4. Þú flyst yfir á síðu þar sem skjalið birtist og þú hefur möguleika á að yfirfara skjalið. 

5. Til þess að undirrita skjalið, smelltu  "Undirrita" í fjórða þrepi neðst á síðunni og haltu áfram til að undirrita með völdum rafrænum skilríkjum. 

6. Eftir undirritun muntu sjá undirskriftina þína við hlið nafnsins þíns. 


Hvað á ég að gera ef ég hef nú þegar aðgang að Dokobit portal en hef fengið boð um að undirrita skjal sent á annað netfang?

7. Þegar þú smellir á "Lesa og undirrita" hnappinn í tölvupóstinum og auðkennir þig, muntu sjá skilaboð þar sem þú ert látin/n vita að þú sért nú þegar með Dokobit portal aðgang tengdan öðru netfangi. Þú getur valið að innskrá þig á þann aðgang þar sem þú getur skoðað skjalið og undirritað þar. 

8. Ef þú hefur nú þegar fríaðgang og myndir vilja hafa annan aðgang, þá getur þú skráð þig fyrir ótakmarkað mörgum greiddum aðgöngum. Athugaðu að þú getur eingöngu verið með einn fríaðgang. 

9. Ef þú velur að skrá nýjan greiddan aðgang, færist þú yfir á greiðslusíðuna þar sem þú getur pantað áskrift sem hentar þínum þörfum. Þú getur fengið frekari upplýsingar um hinar ólíku áskriftarleiðir hér.

Athugið: Þú munt ekki geta notað aðganginn þinn þar til greiðsluupplýsingar hafa verið skráðar og staðfestar.

10. Þegar þú hefur stofnað aðganginn getur þú undirritað skjalið þar. 


Hvernig á að undirrita skjal ef valmöguleikinn "Leyfa undirritun án Dokobit aðgangs" var valinn af eiganda skjalsins?

Í Dokobit portal er mögulegt fyrir þá sem hafa greiddan aðgang að bjóða ytri aðilum að undirrita skjöl án þess að þeir þurfi að nýskrá sig í Dokobit portal. Þú getur fundið frekari upplýsingar um undirritun án aðgangs í Dokobit portal hér

11. Með því að smella á hnappinn "Lesa og Undirrita" í tölvupóstinum færist undirritandinn í nýjan glugga þar sem skjalið sjálft birtist (eða möguleikinn til þess að hlaða því niður ef þetta er ekki PDF skjal). Þegar búið er að velja leið til að undirrita er hægt að gera það án þess að skrá sig inn í Dokobit portal.  

12. Ef eigandi skjalsins deildi því með þér með kennitölu, þá flystu á síðu þar sem þú þarft að auðkenna þig fyrst með rafrænum skilríkjum áður en þú getur lesið skjalið. Þegar þú hefur auðkennt þig getur þú lesið skjalið og undirritað. 

Athugið: auðkenningin mun ekki fara í gegn ef kennitala sem notuð var við deilingu skjalsins passar ekki við kennitöluna þína. 

13. Hægt er að hafna undirritun með því að ýta á "Hafna" og tilgreina ástæðu fyrir höfnun. 

14. Ef þú ert ekki með aðgang að Dokobit portal mun hlekkur á undirritað skjal verða sent á netfangið þitt þegar allir aðilar eru búnir að undirrita skjalið.

Athugið: Hlekkurinn er virkur í viku frá því að þú móttekur hann í innhólfið þitt. 


Hvað get ég gert ef ég missi af tímafresti sem gefinn var til undirritunar á skjali sem var deilt með mér?

15. Ef eigandi skjalsins hefur hakað í boxið "Ekki leyfa undirritun eftir tímafrest" þá getur þú ekki undirritað eftir þá dagsetningu sem hefur verið sett inn sem tímafrestur. Þú munt ekki sjá "Undirrita" hnappinn og í þrepi 3. Aðilar, verður sýnileg athugasemd "missti af tímafresti til að undirrita". Ef þú þarft samt sem áður að undirrita skjalið, hafðu þá samband við eiganda skjalsins.

Þarftu frekari aðstoð? Hafðu samband Hafðu samband