Upplýsingar um aðganginn minn

Upplýsingar um aðganginn þinn finnur þú undir "Stillingar" með því að smella á tannhjólið efst í hægra horninu. Þar getur þú breytt upplýsingum eins og nafni, netfangi og símanúmeri, breytt tilkynningum, valið hvort þú viljir fá fréttabréf eða ekki og eins getur þú þar eytt aðganginum þínum ef þú vilt.


Að breyta persónuupplýsingum

1. Skráðu þig inn í Dokobit portal, smelltu á "Stillingar" -tannhjólið, sem er staðsett efst til hægri á skjánum, eða smelltu á nafnið þitt og veldu "Stillingar" sem birtist í glugganum sem opnast. 

eða

2. Undir stillingar aðgangs smellir þú á Mínar upplýsingar.

3. Hér er hægt að breyta eftirfarandi upplýsingum og vista.

Athugið: Ef þú setur inn nafn fyrirtækis, mun það alltaf birtast í tilkynningum sem sendir eru með tölvupóstum í þínu nafni úr kerfinu. 

Athugið: þú getur ekki breytt nafninu þínu, eftirnafni eða kennitölu. Í Dokobit portal eru þessar upplýsingar samræmdar við vottorðið sem tengist rafrænu skilríkjunum þínum. Ef þú hefur breytt fornafni eða eftirnafni ættir þú að endurnýja rafrænu skilríkin þín. Í slíkum tilfellum leggjum við til að þú hafir samband við fyrirtækið sem gaf út rafrænu skilríkin þín.  


Að fjarlægja tengd snjalltæki

  1. Undir stillingar aðgangs smellir þú á Tækin þín og lífauðkenni

5. Hér sérð þú lista yfir tengd snjalltæki sem þú hefur notað til þess að skrá þig inn í Dokobit portal og Dokobit appið með lífauðkenni. Með því að fjarlægja tækið skráist þú skjálkrafa út úr Dokobit í þessu tæki og munt ekki fá tilkynningar í það uns þú skráir þig inn aftur. 


Að breyta tilkynningum

6. Undir stillingar aðgangs smellir þú á Tilkynningar

7. Þar á síðunni getur þú fundið lista yfir þær tilkynningar sem hægt er að fá frá Dokobit portal og Dokobit appið. Þú getur hakað af eða á fyrir mismunandi tilkynningar hvort sem það er fyrir símann þinn eða tölvupóstinn. 

Ef þú hefur niðurhalað Dokobit appinu í farsíma þinn og er tengdur við þinn aðgang, þá mun birtast valmöguleiki til þess að stilla tilkynningar fyrir appið. og tölvupóst.

Ef Dokobit aðgangurinn þinn er ekki tengdur við Dokobit appið í þínu snjalltæki, þá mun aðeins birtast valmöguleiki til þess að stilla tilkynningar fyrir tölvupóst.



Að bæta við netfangi

Ef þú notar fleiri en eitt netfang þá getur þú bætt þeim við aðganginn þinn. Þannig getur þú tryggt það að þú fáir tilkynningu um skjal sem er ætlað þér.

Athugið:

  • Það er ekki hægt að stofna nýjan Dokobit aðgang með því netfangi sem er bætt við.
  • Til þess að skilgreina persónuleg og fyrirtækja skjöl betur þá mælum við með því að bæta ekki við persónulegu netfangi í fyrirtækja aðgangi.

8. Undir stillingar aðgangs smellir þú á Mínar upplýisngar.

  1. Þar smellur þú á Bæta við öðru netfangi hjá Fleiri netföng

  1. Nýr gluggi mun birtast. Sláðu inn það netfang sem þú vilt bæta við í dálkinn og smelltu á "Halda áfram"

  1. Þú færð staðfestingarpóst til þess að staðfesta það netfang sem þú gafst upp. Netfangið verður bætt við þegar þú hefur smellt á "Staðfestu netfang".


Að eyða aðganginum þínum
  1. Undir stillingar aðgangs smellir þú á Mínar upplýisngar.

  1. Smelltu á "Eyða aðgangi" neðst til hægri á yfirlitinu þínu og staðfestu aðgerðina. 

Athugið: Öll skjöl og gögn sem eru tengd þessum aðgangi munu eyðast varanlega og þú getur ekki kallað þau fram aftur á neinn hátt. Áður en þú eyðir aðgangi leggjum við til að þú hlaðir niður öllum þeim skjölum sem þú vilt eiga. Þessi aðgerð eyðir þó ekki skjölum sem undirrituð hafa verið af öðrum aðilum og eru aðgengileg í þeirra Dokobit portal aðgangi. 

Athugið: ef þú ert með fyrirtækjaaðgang mun aðeins eigandi aðgangsins geta eytt honum og öllum tengdum aðgöngum. Ef þú vilt samt sem áður að aðganginum þínum sé eytt hafðu þá samband við eiganda aðgangsins. 

Ef upplifun þín af notkun Dokobit þjónustum hefur á einhvern hátt verið neikvæð eða ekki mætt þínum kröfum, sem gerði það að verkum að þú vilt eyða aðganginum þínum, þætti okkur vænt um ef þú hefðir samband við okkur og deildir því með okkur til þess að við eigum möguleika á að gera úrbætur á okkar lausnum. Endurgjöf þín skiptir okkur máli. 

Þarftu frekari aðstoð? Hafðu samband Hafðu samband