Undirskrift með ástæðu

Undirskrift með ástæðu gefur þér möguleikann á að tilgreina ástæðu fyrir undirritun skjalsins. Þú getur valið milli 3 fyrirfram ákveðinna ástæðna fyrir undirskrift eða sett inn eigin ástæðu. 

Þessir þrír valmöguleikar eru í fyrirfram ákveðinni ástæðu undirskriftar í Dokobit portal:

  • Visa - opinberlega vottað að skjalið hafi verið yfirfarið og að innihald þess sé rétt;  
  • Staðfesting - staðfestir að skjalið hafi verið lesið og samþykkt af undirritanda;
  • Staðfesting móttöku - staðfestir að skjalið sé raunverulegt.  

Athugið: Að setja inn ástæðu undirskriftar er eingöngu í boði fyrir greidda aðganga. 


Þú getur tekið fram ástæðu undirskriftar þegar þú hleður upp skjalinu og þegar þú deilir með öðrum skjali sem nú þegar er búið að hlaða upp. 

1. Þegar skjali hefur verið hlaðið upp í Dokobit portal, velur þú hlutverk aðila við hlið nafnsins þeirra "Undirskrift með ástæðu". Síðan velur þú eina af fyrirfram ákveðnu ástæðu undirskriftar eða setur inn eigin ástæðu. 


2. Þú getur breytt ástæðu undirskriftar með því að breyta þátttakendum. Athugið: ástæðu undirskriftar er ekki hægt að breyta eftir að aðilar hafa undirritað skjalið.  

3. Ef þér hefur verið boðið að undirrita skjal muntu sjá ástæðu undirskriftarinnar (ef hún hefur verið sett inn) þegar þú opnar skjalið. 

4. Eftir að skjalið hefur verið undirritað, muntu sjá ástæðu undirskriftarinnar við hlið nafns aðila við hlið upplýsinga um undirritanda í lýsigögnunum. Þú munt einnig sjá ástæðu undirskriftarinnar í staðfestingarblaðinu og á undirskriftarmerkinu á skjalinu sjálfu (ef þetta er PDF skjal).


Að setja inn eigin ástæðu undirskriftar. 

5. Þegar skjali hefur verið hlaðið upp, veldu hlutverk aðila við hlið nafnsins "Undirskrift með ástæðu". Veldu síðan "Setja eigin ástæðu".  


6. Eftir að hafa valið að "Setja eigin ástæðu", mun nýr gluggi opnast þar sem þú getur slegið inn þann texta sem á að fylgja undirskriftinni. Athugið: textinn getur að hámarki verið 100 stafir. Ástæða undirskriftar mun vera sýnileg í undirskriftarmerkinu sem birtist á skjalinu sjálfu og í atburðarskránni. 

7. Þú getur breytt eða tekið út eigin ástæðu undirskriftar eða breytt henni í eina af þremur fyrirfram ákveðnu undirskriftarástæðunum. Þú getur gert það í þrepinu þar sem þú "Bætir við aðilum" eða með því að breyta þátttakendum í næsta skrefi. Athugið: ástæðum undirskrifta er ekki hægt að breyta eftir að skjalið hefur verið undirritað. 


8. Eftir að skjalið hefur verið undirritað, muntu sjá ástæðu undirskriftarinnar við hlið nafns aðila við hlið upplýsinga um undirritanda í lýsigögnunum. Þú munt einnig sjá ástæðu undirskriftarinnar í staðfestingarblaðinu og á undirskriftarmerkinu á skjalinu sjálfu (ef þetta er PDF skjal).

Þarftu frekari aðstoð? Hafðu samband Hafðu samband